Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 76

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 76
58 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA en enginn þann gamla; því eins og þar stendur, hið fyrra er farið. Ég væti varirnar, reiðubúinn að gera athugasemd, en þá seilist nett kvenhönd upp úr minknum, til merkis um þögn. Og svo er ég al- tekinn abstraktinu, að mig undrar ekki, að inní silfurminknum og undir andlitsfarðanum og stararsát- unni er lifandi manneskja. FræS. (á næstu grösum): Nýlistin innifelur abstraktið, kúbisma, fútúr- isma, dadaisma, expressjónisma, súr- ríalisma etc. Allt þetta er hrein list; og fái það að leika lausum hala, er mönnunum víst framtak og frelsi. Þessu neita kommar; því þeir eru þrældómsins börn og hneppa allar listir og þar með mannsálina í höft og helsi alls konar plana og skipu- lagninga. Jafnvel dansar og balletur kommanna sleppa ekki við þræl- dómsokið. Heldur er allt þess háttar fyrir fram útreiknað, háttbundið, áttbundið, þáttbundið, máttbundið, sáttbundið, eins og önnur komma- vesen. Þessu eitri þrældómsins dreifa þeir út um inn frjálsa heim, í von um að hnekkja ruggveltu vorri og öðrum danstáknum framtaks og frelsis. — En guð er með oss . . . Fræðarinn fjarlægist, en ég þyk- ist greina orðið Rósenberg og spyr minkinn: Hvað annars er þetta Rós- enberg, sem fræðarinn stagast á? Minkurinn: Rósenberg er maður, en ekki hvað eða það, og afar mikill listspekingur. Til rita hans sækir fræðarinn allar sínar heimildir og kvótar úr þeim merginn. Og það er nú ekkert smáræði, sem liggur eftir Rósenberg á ritvellinum. Hefur fær- asta bókmælingamanni Ameríku reiknast svo til, að væri öllum rit- um listspekingsins hlaðið í stafla, mundu þau nema tvö þúsund korð- um að teningsmáli. (Sér efann í sál- arspegli mínum). Nei, um málið á Rósenbergs-ritunum er ekki að vill- ast. Bókmælingamaðurinn er pró- fessor og marg-doktoraður, bæði fyrir lærdóm og peninga. Fræð. (nálgast á ný): Nú verð ég að hverfa frá ykkur um stund, en í fjarveru minni gefst ykkur að líta nýlistina, lífslifandi og í essinu sínu. (Tekur tólftónstiga-blísturhörpu upp úr rassvasanum og blæs augnabliks hjáróma harmoníu. — Fer.) Hörpublístrið hefur á burt stóran margstrending úr veggnum að baki okkar. Við það opnast sýn inní ann- an skála, og er þar margt manna og kvenna saman komið, og þreyta allar listir; en hver eftir sínu höfði og fótum. Hef ég aldrei séð neitt þessu líkt og verður á að spyrja: Nú hvaða bölvað ekkisins pakk er þetta? Minkurinn: Þetta eru bítníkar á fundi. Þeir helga líf sitt list og frelsi og hirða hvorki um gæði þessa heims né annars. Ekki vinna þeir né spinna, og æðrast ei, þó skorti graut til næsta máls. Eins og þú sérð, bera búningar þeirra sem ann- að hér einstaklingsfrelsinu vitni. Bítníkar einir eru jafnt ólíkir sjálf- um sér og hver öðrum. Hvorki skera þeir hár sitt né skegg og hirða lítt um hreingerning hörunds og klæða, sem svo eru misleit og margbreytt, að vart verður greint hvort þau fela mann eða mey. Sem sagt, allt útlit bítníka og það umhverfi, sem þeir skapa sér úr skít og skarni, ber vott
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.