Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 82
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
forseta og var kjörinn. Eftir það var
nefndin skipuð öðrum sæmilegum
meðstjórnendum, sem undir hand-
leiðslu hans tókst að stýra framhjá
skerjunum. Má óhætt fullyrða, að
frá þeim tíma hafi friður og eining
verið óslitinn þáttur í starfi félags-
ins. Löngu síðar, eftir að hann hafði
flutt héðan af heimaslóðum, var
hann að verðugu kjörinn heiðurs-
félagi.
í gleðisamsæti því í haust, sem
getið er hér í upphafi máls, barst
séra Albert fjöldi heillaóskaskeyta
úr ýmsum áttum. Því miður er ekki
rúm fyrir þau öll í þessu riti. En hér
er þó eitt þeirra:
Hárin grána og hverfa,
húm að augum setur,
sálin samt er ung.
Þeim, er auð þann erfa,
að þótt færist vetur,
elli er ekki þung.
Tími og eilífð út og saman renna;
enginn deyr, ef vitar andans
brenna.
Þitt var hlutverk það, að lýsa og
kenna,
þitt var starf á akri göfugmenna.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
tónskáld
Hin skyndilega og óvænta fregn um
lát Björgvins lónskálds Guðmundssonar
þann 4. jan. s. 1. barst oss í hendur, þegar
öllu efni ritsins var ráðstafað. Enda lít-
ill vegur til svona á svipsiundu að gjöra
minningu hans þau skil, er hann verð-
skuldaði, þó rúm hefði verið nægilegt.
Verður því vísað til greinar í 32. árgangi
þessa tímarits: „Nokkur vestur-íslenzk
tónskáld" (bls. 82-84), þar sem lónverk
hans og nokkurra fleiri eru lítillega
rædd.
Fáir eða engir íslendingar hafa mark-
að dýpri spor á lónlislarbraulinni en
Björgvin. En upp á hann má heimfæra
gamla máltækið: Enginn er spámaður
í sínu föðurlandi. Það er því í raun rétlri
ekki honum að kenna, að hann hælti að
mestu iónkveðskap um aldur fram og
fór að gefa sig að öðrum andlegum
störfum, heldur miklu fremur skilnings-
skorti og kæruleysi samtíðarinnar. Að-
finnslur eru oft afsakanlegar og stund-
um hollar, en þögnin drepur allt.