Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 82
64 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA forseta og var kjörinn. Eftir það var nefndin skipuð öðrum sæmilegum meðstjórnendum, sem undir hand- leiðslu hans tókst að stýra framhjá skerjunum. Má óhætt fullyrða, að frá þeim tíma hafi friður og eining verið óslitinn þáttur í starfi félags- ins. Löngu síðar, eftir að hann hafði flutt héðan af heimaslóðum, var hann að verðugu kjörinn heiðurs- félagi. í gleðisamsæti því í haust, sem getið er hér í upphafi máls, barst séra Albert fjöldi heillaóskaskeyta úr ýmsum áttum. Því miður er ekki rúm fyrir þau öll í þessu riti. En hér er þó eitt þeirra: Hárin grána og hverfa, húm að augum setur, sálin samt er ung. Þeim, er auð þann erfa, að þótt færist vetur, elli er ekki þung. Tími og eilífð út og saman renna; enginn deyr, ef vitar andans brenna. Þitt var hlutverk það, að lýsa og kenna, þitt var starf á akri göfugmenna. Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson tónskáld Hin skyndilega og óvænta fregn um lát Björgvins lónskálds Guðmundssonar þann 4. jan. s. 1. barst oss í hendur, þegar öllu efni ritsins var ráðstafað. Enda lít- ill vegur til svona á svipsiundu að gjöra minningu hans þau skil, er hann verð- skuldaði, þó rúm hefði verið nægilegt. Verður því vísað til greinar í 32. árgangi þessa tímarits: „Nokkur vestur-íslenzk tónskáld" (bls. 82-84), þar sem lónverk hans og nokkurra fleiri eru lítillega rædd. Fáir eða engir íslendingar hafa mark- að dýpri spor á lónlislarbraulinni en Björgvin. En upp á hann má heimfæra gamla máltækið: Enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Það er því í raun rétlri ekki honum að kenna, að hann hælti að mestu iónkveðskap um aldur fram og fór að gefa sig að öðrum andlegum störfum, heldur miklu fremur skilnings- skorti og kæruleysi samtíðarinnar. Að- finnslur eru oft afsakanlegar og stund- um hollar, en þögnin drepur allt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.