Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 88
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
trúnaðarbréf sitt sem ambassador
íslands í Kanada.
23. júní — Dr. Valdimar J. Ey-
lands, prestur Fyrsta lúterska safn-
aðar í Winnipeg, lagði af stað í
ferðamannahópi í ferðalag um
Norðurálfu, landið helga og önnur
nærliggjandi lönd austur þar. Kom
hann heim úr þeim leiðangri
snemma í september og hafði heim-
sótt 18 þjóðlönd í ferðinni.
24. júní — Starfsfólk A. S. Bardal
útfararstofunnar í Winnipeg heiðr-
aði fráfarandi forseta fyrirtækisins,
Paul Bardal, með virðulegu kveðju-
samsæti. Hefir hann, meðal annars,
tekið mikinn þátt í opinberu lífi
Winnipegborgar, var bæjarráðsmað-
ur í tíu ár, og gegndi þá stundum
störfum borgarstjóra, og átti einnig
um átta ára skeið sæti á fylkisþing-
inu í Manitoba sem einn af þing-
mönnum borgarinnar.
Júní — Við vorprófin á Univer-
sityy of California (í Los Angeles)
lauk Miss Linda Bergsteinson prófi
í verkfræði og hlaut menntastigið
„Bachelor of Science in Engineer-
ing“, en það er fátítt, að stúlkur
leggi það nám fyrir sig. Hún er
dóttir þeirra Dr. Ingólfs Bergstein-
son frá Saskatchewan og Kristjönu
konu hans (dóttir Ólafs og Guðrúnar
Hallson að Eriksdale, Man.).
—Júní — Blaðafrétt hermir, að
Vilhjálmur Bjarnar magister hafi
stuttu áður verið skipaður bóka-
vörður við Fiskesafnið íslenzka við
Cornell háskólann í Ithaca, New
York. Á hann sér að baki óvenju-
lega merkan námsferil bæði á ís-
landi og í Bandaríkjunum.
Júlí — Snemma í þeim mánuði
komu þeir dr. Þorkell Jóhannesson,
rektor Háskóla íslands, og Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri, sem
verið höfðu á ferðalagi um Banda-
ríkin, í heimsókn til Winnipeg, og
efndu Iceland Canada Foundation
og Þjóðræknisfélagið til virðulegs
hádegisverðarboðs þeim til heiðurs.
Þeir ferðafélagarnir heimsóttu einn-
ig Elliheimilið „Betel“ í boði stjórn-
arnefndar þeirrar stofnunar. Um
sama leyti var á ferð í Winnipeg og
Nýja íslandi Andrés Kristjánsson,
meðritstjóri „Tímans" í Reykjavík
og formaður Blaðamannafélags ís-
lands.
Júlí — Tilkynnt, að dr. Luther
Burbank Kristjánson hafi verið
skipaður fulltrúi aðstoðarlandbún-
aðarráðherra Manitobafylkis (As-
sistant to the Deputy Minister of
Agriculture), og er hann fyrsti mað-
ur, sem þá stöðu skipar. Hann er
sonur þeirra Hannesar Kristjánsson
(látinn) og Elínar konu hans að
Gimli, Man.
Júlí — Mervin Johnson (íslenzkur
í móðurætt), þingmaður frá Kinders-
ley, Saskachewan, kjörinn forseti
CCF flokksins þar í fylkinu á árs-
þingi hans.
31. júlí — Haldinn íslendingadag-
urinn við Friðarbogann í Blaine,
Wash. Um svipað leyti héldu ís-
lendingar í Seattle hátíðlegan ís-
lendingadag sinn.
1. ágúst — 71. íslendingadagur
haldinn að Gimli.
Ágúst — Séra Bragi Friðriksson,
fyrrum prestur að Lundar og Gimli,
ferðaðist á vegum Þjóðræknisfélags-
ins um íslendingabyggðir í Mani-
toba og N. Dakota, kynnti ísl. nú-
tíðar málaralist, flutti erindi og