Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 90
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
á ársþingi Sameinuðu lútersku
kirkjunnar, er haldið var í Atlantic
City í Bandaríkjunum.
12. okt. — Átti dr. Sveinn E.
Björnsson læknir 75 ára afmæli.
Auk læknisstarfsins meðal íslend-
inga áratugum saman, hefir hann
tekið mikinn þátt í vestur-íslenzk-
um félags- og menningarmálum.
20. okt. — Átti dr. Haraldur Sig-
mar 75 ára afmæli, en hann gegndi
áratugum saman prestsstörfum með-
al íslendinga á ýmsum stöðum, og
er fyrr. forseti Lúterska kirkjufé-
lagsins íslenzka.
Okt. — Á 41. ársþingi kandadísku
vikublaðanna, sem haldið var í Van-
couver, hlaut vikublaðið „Manitoba
Leader“, sem gefið er út í Portage
la Prairie, Man., verðlaunabikar
sem bezta vikublað í sínum flokki
í Kanada, en ritstjóri þess er Wil-
liam A. Vopni.
21. -22. okt. — Hélt Karlakór
Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar
Þórðarsonar söngstjóra, hljómleika
í Winnipeg Auditorium á vegum
Celebrity Concert Series og í sam-
vinnu við Þjóðræknisfélagið, við
mikla aðsókn, einkum fyrra kvöld-
ið, og almenna hrifningu áheyrenda.
Kórinn hélt einnig fjölsótta sam-
komu í Árborg, Man., við sambæri-
legar undirtektir.
Okt. — í þeim mánuði voru liðin
85 ár síðan fyrsti íslenzki frum-
herjahópurinn kom til Winnipeg og
sigldi norður Rauðána til Nýja ís-
lands.
8. nóv. — Við almennar kosningar
í Bandaríkjunum var Valdimar
Björnson endurkosinn féhirðir Min-
nesotaríkis með drjúgum meiri-
hluta.
Nóv. — íslands- og Grænlands-
málverk Emilé Walters listmálara
sýnd í fjórum borgum í Florida-
ríki á vegum National Collection of
Fine Arts of the Smithsonian Insti-
tution, og hlutu ágæta blaðadóma.
Nóv.—Tilkynnt, að Birgir Thorla-
cius, ráðuneytisstjóri í Reykjavík,
og Steindór Steindórsson, yfirkenn-
ari á Akureyri, hafi tekið sæti í rit-
nefnd Lögbergs-Heimskringlu.
6. des. — Tilkynnt, að Hjörvarður
H. Árnason, síðan 1947 forseti lista-
deildar Minnesota-háskólans (Uni-
versity of Minnesota), hafi verið
kjörinn í stjórnarráð fjárstofnunar-
innar Guggenheim Foundation og
varaforseti framkvæmdanefndar
þeirrar stofnunar. Hann er fæddur
í Winnipeg, sonur þeirra Svein-
björns Árnasonar frá Oddsstöðum í
Lundarreykjadal í Borgarfirði og
Maríu Bjarnadóttur, ættaðrar af
Suðurlandi.
Des. — Blaðafrétt skýrir frá því,
að Jón Pétur Sigvaldason hafi ný-
lega verið skipaður ambassador
Kanada til Indónesíu lýðveldisins,
fyrsti maður af íslenzkum ættum,
sem Kanadastjórn hefir skipað í
sendiherraembætti; en hann hefir
um mörg ár gegnt ýmsum trúnaðar-
og ábyrgðarstörfum í þágu utanrík-
isráðuneytis Kanada. Hann var
fæddur að Baldur, Manitoba, 9. febr.
1904, og voru foreldrar hans Einar
og Kristín Sigvaldason, bæði látin.
Leiðréiiing: í atburðaskránni í
Tímariiinu í fyrra (undir 24. maí)
hefir misprentazt föðurnafn þeirra
feðga séra Daníels og séra Kolbeins
Simundson, en ekki Sigmundsson.
Þetta leiðréttist hér með með af-
sökun.