Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 100

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 100
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Skýrslur deildanna lýsa annars nánar starfi þeirra, og mun það koma á dag- inn, að margar þeirra halda vel í horfi, en aðrar miður, eins og gengur, enda aðstæðurnar til starfans ærið misjafnar eftir staðháttum. Þá þykir mér sérstök ástæða til að geta þess, að sambands- deild vor, Lestrarfélagið „Vestri“ í Seat- tle hélt sextugustu áramótasamkomu sína 31. des. síðastliðinn, og á því yfir langa og merka sögu að líta, og er enn vel lifandi og starfandi, eins og skýrsla ritara sýnir. Núverandi forseti „Vestra“ er Karl F. Frederick ræðismaður, ritari, Jón Magnússon, og féhirðir, S. B. John- son. í félagsins nafni óska ég „Vestra“, embættismönnum og félagsfólki, hjart- anlega til hamingju og þakka ágætt menningar- og þjóðræknisstarf um sex- tíu ára skeið. St j órnarnef nd Þ j óðræknisf élagsins hefir á árinu unnið með mörgum hætti að útbreiðslu- og fræðslumálunum, og ýmsir aðrir lagt þar hönd að verki, enda ber brýna nauðsyn til að efla sem mest sambandið og samstarfið við deildirnar, hvar sem því verður við komið. Harma ég einlæglega, að ég hef eigi getað heim- sótt eins margar þeirra og ég hafði ætlað mér, en leikur hugur á að bæta úr því á komandi ári. Fyrrv. forseti félagsins, dr. Valdimar J. Eylands, flutti erindi og sýndi mynd- ir frá íslandi á samkomu deildarinnar á Gimli, enda er hann ávallt reiðubúinn að leggja málum félagsins lið. Hann hélt einnig ræður um íslenzk efni víðar á árinu, og hefir birt greinar um ís- lenzka menn og málefni í vikublaði voru og Sameiningunni. Núverandi varaforseti, séra Philip M. Pétursson, flutti ávarp í ársveizlu Ice- landic Canadian Club, hefir ritað blaða- greinar um íslenzk efni, og í embættis- ferðum sínum víðs vegar um byggðir vorar beint og óbeint treyst félags- og ættarböndin. En hvar sem kirkjuleg at- höfn fer fram vor á meðal á íslenzku, er ofinn þáttur í viðhald máls vors og erfða og þjóðernisvitundar vestur hér. Það skyldi munað og metið, enda á félag vort ómetanlega s kuld að gjalda ís- lenzku prestunum hér vestan hafs fyrr og síðar. Ritari vor, prófessor Haraldur Bessa- son, hefir verið mikilvirkur á árinu. Hann hefir unnið ötullega að söfnun sögulegra heimilda, einkum kirkjubóka og annarra gagna, sem varða vora vest- ur-íslenzku söfnuði, og að mikrófilmun þessara gagna, og hefir þegar sent Þjóð- skjalasafni íslands stóra sendingu af því tagi. Er hér um að ræða mikilvægt verk fyrir framtíðina. Annað meginstarf rit- ara síðastliðið sumar var að undirbúa íslendingadaginn að Gimli, en hann var forseti dagsins, eins og kunnugt er. Síð- astliðið vor tók ritari enn fremur saman kvöldvöku fyrir deildina „Frón“ hér í Winnipeg, flutti inngangserindi um Njálu og stjórnaði upplestri úr sögunni. Hann flutti ræður á íslenzku á sumar- málasamkomu í lútersku kirkjunni hér í borg og nú í haust á samkomu deild- arinnar að Gimli, einnig ræðu, á ís- lenzku og ensku, á samkomu í Wynyard, og nú nýverið erindi (að sjálfsögðu á ensku) um sögu íslenzkrar tungu fyrir hópi íslenzkra stúdenta við United Col- lege hér í Winnipeg. Síðast en ekki sízt ber þess að geta, að hann hefir birt ræður og margar ritgerðir um íslenzk efni í vikublaði voru og víðar. Vararitari, Walter J. Lindal dómari, hefir flutt ávörp á ýmsum samkomum og nú sem áður ritað greinar um íslenzk þjóðræknis- og menningarmál bæði í The Icelandic Canadian og í vikublað vort. Hann hefir einnig haldið áfram starfi sínu í þágu Canada-Iceland Foun- dation, en hann er formaður fram- kvæmdanefndar þeirrar stofnunar. Jafn- framt vinnur hann þjóðræknisstarf á breiðum grundvelli með starfsemi sinni varðandi hin ýmsu þjóðarbrot í Kanada, ekki sízt sem forseti blaðamannafélags þeirra (Canadian Ethnic Press Federa- tion). Féhirðir, Grettir L. Johannson ræð- ismaður, flutti á árinu fjögur erindi um ísland á ensku, einnig, í embættisnafni, ávörp og kveðjur við ýmis tækifæri, og hefir auk þess haft með höndum víð- tæka upplýsingastarfsemi um fsland. En hjá honum, sem öðrum fulltrúum íslands hérlendis, falla landkynningar- og þjóðræknisstarfið eðlilega í sama far- veg. Varaféhirðir, frú Hólmfríður F. Dan- ielson, flutti erindi um ísland á ensku á samkomum tveggja félaga í Fort Gar- ry og lagði ýmsum öðrum til efni í er- indi um ísland, sem flutt hafa verið í Winnipeg og víðar. Hún undirbjó einnig og sá um þátttöku íslendinga í hinni miklu skrúðsýningu, er hin ýmsu þjóð- arbrot í Manitoba efndu til í sambandi við komu Elízabetar drottningar og Philips prinz til Winnipeg síðastliðið sumar. Hún hefir einnig skrifað greinar um íslenzk efni bæði á ensku og ís- lenzku. Starf fjármálaritara, Guðmanns Levy, er eðlilega einkum falið í bréfaskrift- um til deilda og því unnið í kyrrþey, en eigi að síður grundvallaratriði í viðhaldi sambandsins við deildirnar. Varafjarmálaritari, ólafur Hallsson, hefir nú sem áður unnið dyggilega í heimadeild sinni að Lundar, átti sæti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.