Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 103

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 103
þingtíðindi 85 tökuna á kveðjum þessum og flutti inn- gangsorð. Þjóðræknisfélagið á íslandi lét taka á segulband og senda hingað vestur um haf kveðjur frá biskupnum yfir Islandi, herra Sigurbirni Einarssyni, og Sigurði Sigurgeirssyni, ritara félagsins. Hafa þessar hlýyrtu og sérstaklega kærkomnu kveðjur þegar verið fluttar á ýmsum stöðum og munu verða fluttar hér á þinginu, en Grettir ræðismaður hefir þaer með höndum og mun á sínum tíma gera nánari grein fyrir þeim og flutn- ingi þeirra. En Þjóðræknisfélaginu á ís- landi vil ég, í nafni félags vors, þakka þetta bróðurlega handtak yfir hafið, annan góðhug í vorn garð og alla sam- vinnu við oss. Ræktarhugur vor til ættjarðarinnar stendur djúpum rótum. Vér fögnum með henni á sigur- og gleðistundum, en finn- nna til djúprar samúðar, er hún drýpur höfði í sorg og á um sárt að binda. Því snart það oss djúpt, er oss barst á síð- asta þjóðræknisþingi harmafregnin um hmar hörmulegu slysfarir á hafinu við íslandsstrendur. Að sjálfsögðu sam- þykkti þingið að senda forseta íslands °g íslenzku þjóðinni samúðarkveðjur. En vér vildum einnig sýna samhug vorn 1 verki. Þess vegna var það, að í sam- raemi við tillögu, sem samþykkt var á Þmginu, ráðstafaði stjórnarnefndin á fyrsta fundi sínum eftir þingið, að_ fé- tagið greiddi úr sjóði sínum 2,500 krónur 1 samskotasjóðinn á íslandi, sem efnt var til vegna sjóslysanna. Þá skal þess ao verðleikum getið, að sambandsdeild telagsins „Vestri“ í Seattle efndi til sam- komu 17. júní til arðs fyrir ofannefndan samskotasjóð. Enn fremur er mér kunn- ugt um, að ýmsir einstaklingar meðal y°r Vestur-fslendinga hafa sent tillög í þ.°nnan sjóð. Vel sé þeim öllum, félags- neildum og öðrum, sem það hafa gert. pao er fögur ræktarsemi í verki. En vér höfum eigi aðeins á árinu vilj- eiga nokkurn hlut að því að bera smyrsl samúðarinnar á hjartasár þeirra, er særinn svipti ástvinum í slysförunum tyrra vetur; vér höfum nú eins og aour viljað eiga þátt í því að græða ■,yo°usár íslenzkrar moldar, ,,að klæða samræmi við samþykkt þjóð- „v*?lsþ'ngsins, veitti stjórnarnefndin úr ?Joði félagsins 2,500 kr. til skógræktar Islandi. í þakkarbréfi til forseta (dags. ,mai 1959) gerjr Hákon Bjarnason Kogræktarstjóri svofellda grein fyrir nvernig þessi fjárgjöf verði notuð: ð ®unum nota þessa peninga til þess t , s°ya niður plöntur í Reit Vestur- jœamgii á Þingvöllum, og við munum olykar hezta til að það komi vel - °ur. Eins og ég hefi getið um áður, hefst allt mjög vel við, sem sett er í reitinn, og það líða ekki mörg ár þang- að til maður sér votta fyrir honum af þjóðveginum, jafnvel þó að hann sé í 400—500 metra fjarlægð frá bílvegi. Stærstu plönturnar eru nú um það bil hálfur metri á hæð og er það ágætur vöxtur miðað við það, sem hér er al- mennt.“ Annars er skógræktarmálið í höndum milliþinganefndar undir forystu frú Marju Björnsson, sem unnið hefir að framgangi þess með góðum árangri. Leggur hún síðar fram skýrslu sína hér á þinginu, en þökk sé henni og þeim öðrum, sem þar eiga hlut að máli, fyrir viðleitni þeirra í þessu ágæta og þarfa máli. Ég veit, að blaðafregnin um væntan- lega söngför Karlakórs Reykjavíkur hingað vestur um haf á komandi hausti er oss öllum fagnaðarefni. Undir eins og oss í stjórnarnefndinni barst sú frétt, ræddum við um söngförina á fundi vor- um, og fól nefndin Gretti L. Johannson ræðismanni að athuga málið og mun hann flytja skýrslu um það síðar á þing- inu. Söngstjóri Karlakórsins er nú sem áður Sigurður Þórðarson tónskáld, heið- ursfélagi vor. Veri hann, og þeir söng- bræðurnir allir, hjartanlega velkomnir á vorar slóðir á ný. Þeir munu nú eins og í fyrri ferð sinni flytja oss „íslands lag“ í sínum tónatöfrum: „bjarkaþyt og brimsins raddir — blíðan lóuklið". Útgáfumál Tímarit félagsins kemur í ár út undir sameiginlegri ritstjórn Gísla skálds Jóns- sonar og Haralds prófessors Bessasonar, er tók við meðritstjórninni að ósk hins fyrrnefnda, er hefir í áratugi annazt rit- stjórnina með mikilli prýði, og skuldar félagið honum ómælda þökk fyrir það ágæta starf hans. Valinn maður hefir einnig komið í meðritstjórasessinn þar sem er ritari félags vors. í samræmi við samþykkt síðasta þings, hefir ritið verið dálítið minnkað að stærð, en er að öðru leyti með svipuðu sniði og verið hefir. Halldór Stefánsson hefir annazt söfnun auglýsinga með aðstoð þeirra Páls S. Pálssonar að Gimli og ólafs Hallssonar að Lundar. Votta ég þeim og öðrum, sem þar kunna að hafa lagt hönd á plóg, þakkir félagsins. Það þótti að vonum tíðindum sæta, þegar sá atburður gerðist síðastliðið sumar, að vestur-íslenzku vikublöðin Heimskringla og Lögberg sameinuðust, enda var þar um sögulegan atburð að ræða í félags- og menningarlífi voru. Engin ástæða er til að rekja þá sögu hér; það hefir þegar verið gert á prenti bæði í blaðagreinum og þá eigi síður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.