Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 104

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 104
86 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í hinni ítarlegu og merkilegu ræðu ambassadors Thor Thors heiðursfélaga vors, er hann flutti á sameiningarfundi blaðanna. Vil ég í félagsins nafni þakka honum ræðuna og sérstaklega komu hans alla leið frá Washington D.C., hlut- deild hans þá og áður í þessu samein- ingarmáli, og alla góðvild hans í garð félags vors og stuðning við málstað þess og aðra vestur-íslenzka menningarvið- leitni vora. Mér og vafalaust mörgum öðrum voru það vonbrigði, að Stefán ritstjóri Ein- arsson hafnaði því tilboði að gerast, ásamt frú Ingibjörgu Jónsson, ritstjóri hins nýja vikublaðs vors, arftaka og beins framhalds Heimskringlu og Lög- bergs. Stjórnarnefnd félags vors hefir að sönnu áður opinberlega vottað hon- um þakkir fyrir mikið og ágætt starf hans í þágu vestur-íslenzkrar blaða- mennsku, þjóðræknis- og menningar- mála. Endurtek ég þær þakkir úr for- setastóli í nafni félags vors og óska honum og frú hans langlífis og bless- unar í hinu nýja heimkynni þeirra vest- ur á Kyrrahafsströndinni, þar sem nátt- úrufegurðin og útsýnin svipmikla til hafs og fjalla minna um svo margt á hugumkæra ættjörð vora. Samtímis vil ég einnig í félagsins nafni þakka frú Ingibjörgu Jónsson fyr- ir það, hve prýðilega hún heldur í horfi um ritstjórn Lögbergs-Heimskringlu, og allt hennar ágæta starf í þágu þjóð- ræknis- og menningarmála vorra. Þjóðræknisfélagið hefir á liðnu starfs- ári styrkt hið nýja blað vort með sama fjárframlagi, $500.00, er áður gekk til vikublaðanna sameiginlega, helmingur til hvors um sig. Veit ég, að sú fjár- veiting mælist vel fyrir hjá þingheimi. Á hitt fæ ég ekki lagt nógsamlega áherzlu, að oss fslendingum í Vestur- heimi ætti að vera það metnaðarmál að efla svo útbreiðslu og styðja fjárhags- lega útgáfu þessa eina íslenzka viku- blaðs vors, að framtíð þess væri tryggð um ókomin ár. Ekkert minna er oss sæmandi, og vér getum það, ef hugur fylgir máli. Skýrslur embællismanna og miliiþinganefnda Prentaðar skýrslur féhirðis, fjármála- ritara og skjalavarðar verða eins og vant er lagðar fram á þinginu. Vikið hefir þegar verið að starfi milliþinganefndar í skógræktarmálinu. Frú Björg ísfeld, formaður milliþinganefndarinnar í hús- byggingarmálinu, 1 eggur fram skýrslu sína, og gildir hið sama um frú Marju Björnsson, formann minjasafnsnefndar. Á þinginu í fyrra skýrði frú Elizabet Polson frá því, að hún hefði með hönd- um upplýsingar um það, hvar gröf Gests Pálssonar skálds væri að finna, en það hefir áður verið ókunnugt. í nefnd til þess að hafa það mál með höndum voru skipaðir varaforseti, séra Philip M. Pét- ursson, féhirðir, Grettir L. Johannson og Haraldur Bessason ritari vor; mun nefndin skýra þinginu frá gerðum sín- um. Enn fremur er prófessor Haraldur formaður í nefndinni, sem vinnur að því að koma upp sérstakri Vilhjálms Stefánssonar bókadeild í Manitoba-há- skóla, og mun gera grein fyrir því, hvernig það mál stendur. í því sambandi vil ég minna á það, að Haraldur ritaði ágæta grein um dr. Vilhjálm Stefáns- son í vikublað vort í tilefni af áttræðis- afmæli þessa fræga landa vors síðastliðið haust, og jafnframt var þar birt bréfleg kveðja til hans frá félagi voru. Lokaorð Á fertugsafmæli félags vors í fyrra bárust oss margar kveðjur og hlýjar heiman um haf, og héðan úr álfu, og víðar að, er vitna um víðtæk ítök félags vors. f blöðum austan hafs og vestan var afmælisins einnig getið mjög vin- samlega. Nefni ég sérstaklega hina ágætu ritstjórnargrein Steindórs yfir- kennara Steindórssonar á Akureyri í hinu víðlesna tímariti Heima er bezt, og enn fremur tvær jafndrengilegar og skilningsríkar greinar um afmælisþing félagsins og starfsemi þess, eftir góðvin vorn og mæta félagsbróður, Davíð Björnsson bóksala hér í borg, er birtist í dagblaðinu Vísi í Reykjavík. Fyrir allar þessar kveðjur þökkum vér inni- lega. Þær ættu að vera oss bæði áminn- ing um framhaldandi trúnað við mál- efni félagsins og hvatning til dáða á þeim vettvangi. Vér eigum við ramman reip að draga í þjóðræknismólum vor- um, eins og oss er öllum ljóst. En ekkert vinnst við það í neinu máli að láta vand- kvæðin vaxa sér svo í augum, að maður leggi árar í bát. Hitt er heillavænlegra og beint í ætt við hið bezta í íslendings- eðlinu að ganga djarflega á hólm við erfiðleikana, enda vaxa menn alltaf við það, andlega talað, að unna og vinna góðum málstað, þótt það kosti baráttu og nokkrar fórnir. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld hefir rétt að mæla, er hann segir: Þú átt að vernda og verja þótt virðist það ekki fært, allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Með þau hvatningaroi ð skáldsins í huga býð ég yður öll v< lkomin á fer- tugasta og fyrsta ársþing félags vors, —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.