Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 116

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 116
98 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA laga um það að þakka milliþinganefnd í húsbyggingarmálinu, en tillagan hljóð- aði þannig: „Þjóðræknisþingið þakkar milliþinga- nefnd í húsbyggingarmálinu, og sérstak- lega frú Björgu ísfeld formanni nefnd- arinnar, vakandi áhuga á því máli og alla viðleitni í þágu þess, og telur víst, að stjórnarnefndin notfæri sér eftir ástæðum reynslu og þekkingu þeirra, sem átt hafa sæti í húsnefndinni og haft það mál með höndum árum saman.“ Tillaga þessi var studd og samþykt. Þessu næst flutti Grettir L. Johannson nefndarálit þingnefndar í útgáfumálum. Nefndarálit útgáfumálanefndar 1. Þingið þakkar ritstjórum Tímarits- ins, þeim Gísla Jónssyni og próf. Haraldi Bessasyni ágætt starf. 2. Þingið þakkar enn fremur þeim, sem söfnuðu auglýsingum í Tímaritið, þeim Halldóri Stefánsson, Ólafi Halls- son og Páli S. Pálsson. 3. Þingið felur væntanlegri stjórnar- nefnd að gefa út Tímaritið næsta ár og ráða ritstjóra og auglýsingastjóra. Flutningsmaður lagði til, að nefndar- álitið yrði borið undir atkvæði lið fyrir lið. Var svo gert, og hlutu allir liðir samþykki. G. L. Johannson Árni Brandsson F. O. Lyngdal. Séra Jón Bjarman flutti nefndarálit þingnefndar í samvinnumálum við fs- land. Nefndarálit samvinnumálanefndar 1. Þingið fagnar því, að góð samvinna hefir haldizt við ísland, og hefir sú sam- vinna heldur aukizt á árinu. Þingið álítur slíkt nauðsynlegt tilveru Þjóðræknisfé- lagsins. Meðan slík samskipti haldast, telur þingið að tilveru félagsins sé borgið. 2. Þingið þakkar Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Reykjavík fyrir kveðjur, sem hingað bárust á segulbandi frá íslandi á vegum félagsins í sambandi við ný- afstaðna jólahátíð. Þingið þakkar enn fremur alla þá fyrirgreiðslu, sem félagið lét í té þeim Vestur-íslendingum, sem heimsóttu ættjörðina á síðastliðnu ári. 3. Þingið minnist með þakklæti heim- sóknar góðra gesta frá íslandi á síðast- liðnu ári, þeirra sem erindi hafa flutt á meðal Vestur-íslendinga eða á einhvern annan hátt stuðlað að því að halda við sambandinu milli heimaþjóðarinnar og þjóðarbrotsins hér í Vesturheimi. 4. Þingið leggur til, að væntanlegri stjórnarnefnd verði falið að annast und- irbúning varðandi móttöku Karlakórs Reykjavíkur á komandi hausti. Þingið hvetur enn fremur deildirnar til þess að leggja sig fram um að telja félags- menn á það að taka þátt í samkomum kórsins. 5. Þingið telur það mikið ánægjuefni, að „Canada-Iceland Foundation“ og sam- svarandi samtök á íslandi, „ísland- Kanada ráð“, hafa bæði haldið áfram starfi beggja megin hafsins og hafa náð árangri í starfi sínu við útvegun náms- styrkja handa efnilegum íslenzkum námsmönnum, sem hug hafa á því að stunda framhaldsnám í Kanada. Þingið álítur starf þetta góðan skerf til eflingar þjóðræknismálum beggja megin hafsins. 6. Þingið felur stjórnarnefndinni að at- huga möguleika á að fá sýnishorn af eftirprentunum íslenzkra listaverka, sem Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, hefir látið gera. Væri æskilegt að koma á fót sýningum á þessum eftirprentun- um hér vestra. V. J. Eylands W. J. Lindal Herdís Eiríksson Greiiir L. Johannson Jón Bjarman. Flutningsmaður lagði til, að nefndar- álitið yrði borið upp lið fyrir lið. Var svo gert, og hlutu allir liðir stuðning og samþykki. Frú Hólmfríður Daníelsson las þessu næst nefndarálit þingnefndar í fræðslu- málum. Nefndarálil í fræðslumálum Nefndin lætur í ljósi ánægju sína yfir því, að nokkrar deildir hafa innan sinna vébanda barnasöngflokka, sem hafa staðið sig ágætlega og einnig yfir því, að íslenzkukennsla í smáhópum heldur áfram, þar sem próf. Haraldur og frú Hólmfríður Daníelsson kenna í heima- húsum. Allt slíkt miðar í rétta átt. Einn- ig eru það góðar fréttir, að við megum eiga von á því, að samið verði kennslu- kver í íslenzku nú á næstunni. Nefndin leggur til: 1. Að deildirnar, hver í sinni byggð, stofni barnasöngflokka, ef möguleikar eru fyrir hendi. Slíkt getur orðið til þess, að börn og unglingar taki fremur eftir íslenzkunni, og ómetanlegt væri það, ef deildirnar gætu nú enn á ný sagt unglingum til í íslenzkulestri. 2. Að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- ins reyni að útvega nýja þjóðdansabók, sem mun fyrir skömmu út komin á ís- landi. Það hefir komið í ljós á þinginu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.