Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 15
UM BÚAKVIÐU OG AFNÁM SÝSLNA.
13
ur, sem liún hlýtur að setja á þjóð-
félagið alt saman, munu standa
sem blikandi viti fyrir mönnum
og' tindra komandi öldum minning-
una um Alþingisafmælið og for-
kólfa þess. Tíma þarf, vitaskuld,
til upptöku hins forna dómsmála-
fars, því það krefur rækilegrar um-
læðu í blöðum og tímaritum, og
vandlegan undirbúning og íhugun
af hálfu ráðgjafa og löggjafa, en
samt er allur dagur til stefnu enn
til að koma lienni í kring, ef menn
svo vilja, og tíminn, aldamótin,
sjálfkjörin til þess. Yerði búa-
kviðir ekki teknir upp til hátíða-
brigða um Alþingisafmælið, þá
verða þeir teknir upp síðar og það
innan skamms. Að því er að vísu
að ganga, og þá fá þeir lesið og
upp á skrifað, leiðtogar þjóðar-
innar þeir, sem ekki létu sér skilj-
ast röddu tímans né tillögu Yil-
hjálms Finsens, sem sagði þeim
svo tímanlega og afdráttarlaust
hvað til þeirra friðar lieyrði í
þessu efni.
Til Islands.
Eftir porskabít.
Á vegamótum mararstrauma
eg man þig, kæra fe'ðraland,
þú vagga minna vona-drauma,
—'þó vonir allar færu i strand.
Þá vorsins boði sunnan svifur
og sólin hækkar lofti á,
sú minning ljúfa hug minn hrífur
og hjartans löngun þig að sjá.
Ei hugann geta fjötur fangað,
nein fjarlægð honum villir sýn,
svo óðar kominn eg er þangað,
sem æsku liggja sporin mín.
Þar, lágt hjá bæjarlæknum kæra
eg legst og feginn þorsta slekk,
og fjalla loftið létta, tæra,
í löngum andarteigum drekk.
Þar lít eg fjöllin — forna vini,
og fagra dali, héruð græn,
er baða sig í sólar skini,
en syngja fuglar morgunbæn.
Þar heyri’ eg fljóta’ og fossa niðinn
og fjallalæk með skvaldrið sitt,
og hlusta’ á ljúfa lofsöngskliðinn,
er lóan flytur minni þitt.
Af fuglum öðrum blíðróm ber hún,
hann berst um lieiðar, dal og fjörð,
og forsöngvari enn þinn er hún
við engla vorsins messugjörð.
Já, iþannig nýt eg þeirrar gleði,
í þinni dýrð að baða mig.
Því mest er hressing mínu geði,
að rnega i anda nálgast þig.
Þótt eigi’ eg heima’ í öðru landi
og eyði líkams kröftum hér,
í svefni og vöku er minn andi,
mín ættjörð kæra, samt hjá þér.
Eg hugsa um þig og þína hagi,
hjá þér er alt, sem mér er kært,
og fram að siðsta sólarlagi
eg sakna þín með geðið hrært.
Eg veit, að sé þig aftur eigi,
í útlegð verð að deyja hér,
en vona, er svíf með feigðar-fleyi,
eg fái’ að koma við hjá þér.
Og heilsa þér, svo hjartað finni
þá huggun, sem að þráöi títt,
að kveðja þig í síðsta sinni
með sonar óskunr kærleiksblitt.