Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 21

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Side 21
TVEIR ÞINGEYINGAR. 19 að nýju efni, sem kitlað gæti for- vitni lesenda og útvegað niarkað, eða opnað sölutorg. Þorgils gjallandi umgekst dýr- in meira en mennina. Svo má segja um íslenzkan bónda, sem liirðir fénað og lætur sér ant um hann. Það er reyndar mikils hátt- ar starf, að kynna sér lífsháttu dýra og fugla. 0g sú kynning er sársaukalítil að því leyti, að bú- fénaður er laus við þá mann- vonsku-annmarka, sem auðfundn- ir eru og uppi vaða í hverju mannfélagi. Þetta starf, að taka móti lambi og kálfi og folaldi, korna á spena, ala upp, hirða langa tíð, og eiga líf sitt og sinna undir blómgun þessara sakleysingja — það fléttar samúðar þræði milli manns og dýrs og getur orðið að upþistöðu í vef, sem örlagaþræðir eiga heima í og frásögulist getur gert þarflegan og fagran. Kipl- ing, enska skáldið, hefir ritað um dýrin í Indlandi af mikilli iist, svo sem kunnugt er. En Þorgils vissi ekki um hann, þegar hann hóf að rita um dýrin sín. Sumum þótti sérvizkulegur eða tilgerðarleg’ur stíll Gjallanda. Svo er einnig sagt um stíl dr. Jóns foma (Fornólfs) og Einars Þorkelsson- ar bróður hans, sem nú er tekinn til að rita einkennilegar smásögur. Þetta er jafnan sagt um þá, sem guð hefir skapað með afbrigðum. Ekki er mönnum sjálfrátt, hvernig málrómur þeirra er. Hann er að rniklu leyti tannfé eða vöggugjöf. Svo er um málfar í riti. Náttúran ræður miklu um stílinn, orðalagið. En það er satt, að sveigja má hann í ýmsar áttir, bæði upp á við, svo og niður á við. Þeir, sem vilja kynnast til hlítar rithöfundi, verða að vísu að lesa rit hans með alúð. Þessar línur eru að eins vörðutippi á leiðinni lieim að Litluströnd. Hefði eg verið samvistum með þessum stór- gáfaða, einkennilega, vinnulúna bónda, myndi eg lrafa varðað bet- ur þá leið, en eg geri. En aðrir geta hlaðið upp þessar vörður og skyldi sú vegabót gleðja mig. Annars tók eg ritfærin í ])etta sinri til þess einkanlega að benda á eitt atriði í lífi hans, eitt augna- blik, sem mér er sérstaklega minn- isstætt. Það atriði rifjaðist upp fyrir mér nýlega, er eg las smá- sögu hans í Ritsafninu: “Aftan- skin. ”. Ágæta sög-u að efni ogmáli, um heimkominn Vestur-lslending, perlufágaða smásögu, svo að segja gimstein. Þetta Aftanskin rifjar upp fyrir mér þann aftaninn, sem við Þorgils vorum saman síðast- an, þann eina, sém við vorum sam- an að svo kölluðum mannfagnaði. Sá þáttur æfi hans má ekki glatast alveg. Endursögnin er betri en alls ekki . Þá var hann nýstaðinn upp af sjúkrabeði; hafði verið skorinn eftir blöðrusteini. Sú krufning tókst vel og virtist liann vera heimtur úr helju. En liann dó miseri síðar af völdum gall- steina. Svo stóðu sakir í þetta sinn, að sýslufundur Suður - Þingeyingá stóð þá dagana, sem Jón Stefáns- son lá í sárum. Þegar þeim fundi lauk, reis hann úr rekkju. Stein- grírnur Jónsson frá Gautlöndum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.