Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 31
RISAR OG ENGISiPRETTUR
29
mjög' miklu af því, sem mennirnir
eru sammála um að eigi að vera í
framtíðarríkinu, þúsundáraríkinu,
sem fomþjóðir dreymdi um. En
tíu af liverjum tólf mönnum, sem
tala um ágæti þess og óska þess í
éinlægni, að það komi, verða agn-
dofa, þegar á það er minst í al-
vöru að1 gera eittlivað, til þess að
færast nær því. Of mikill hraði
gæti liaft slæm áhrif á viðskifti
þeirra, eða eitthvað annað, sem
þeim er lrjarfólgnara, þegar til
kemur. Fyrir þá sök er ekkert ó-
trúlegt við það, að þeir, sem hrósa
landinu og blessa það í 27. vers-
inu í kapítulanum, bölvi því í 33.
versinu. Tillagan um að taka
hendurnar úr vösunum og gera
eitthvað, er í 30. versinu.
Sendimennirnir tíu gera grein
fyrir vandkvæðum sínum með
þessum orðum: “Og vér sáum
þar risa, Anaksonu, sem eru risa-
ættar, og vér vorum í augum
sjálfra vor sem engisprettur, og
eins vorum vér í þeirra augum.”
Allir vita hvernig engispretta
lítur úr. Lítið skorkvikindi, með
langa fætur og vængi, sem eru því-
nær samlitir grasinu. Nú er ekki
undarlegt, ef mönnum finst þeir
líkjast þessum kvikindum, að aðr-
ir fengju þá líkt álit á þeim. Eng-
an þarf að furða á því, að aðrir
rengi það ekkert, að maður líkist
engisprettu, ef honurn finst það
sjálfum. 0g það er sem maður
sjái sendimennina vera að líkja
eftir! þessum skordýrum: gera sig
lítið áberandi í grasinu og hoppa
á löngum leggjum undan risunum,
sem þeir þóttust sjá á veginum —
risunum sjálfum vitaskuld til mik-
illar ánægju.
Þess liefir verið getið, að tveim-
ur af sendimönnunum hafi litist
annan veg á. Þeir báru enga virð-
ingu fyrir engisrettuhugsuninni.
Þeir sáu ekki þessa risavöxnu
Kanaansmenn, sem hinir sáu. Og
þeir litu fyrst og fremst öðrum
augurn á sjálfa sig. Þeir fundu
með sjálfum sér, að þeirra eigið
andlega þrek, vilji þeirra til þess
að fara inn í fyrirheitna landið,
var aðalatriðið — aðalskilyrðið tií
þess að geta lagt það undir sig.
Þeirj vissu, að ef sá vilji var til í
þjóðinni, hitinn og tilhlökkunin
yfir því að börn þeirra gætu alist
upp í siðuðu landi, en ekki á eyði-
mörku, þá gerði það ekki svo mik-
ið til, þótt mótstöðumennirnir væru
í hærra lagi. Þessi skoðun sann-
aðist líka greinilega, þðtt ekki
vrði fyr en mannsaldri síðar. Þá
var ný kynslóð vaxin upp; henni
tókst að fá skilning á því,
að hún berðist heilagri baráttu,
enda hrundu þá líka múrar Jerí-
kóborgar og aðrar hömlur í rústir-
Sendimennirnir tíu hafa vita-
skuld sagt það satt, að örðugleik-
arnir væru miklir. Þeir eru altaf
miklir, þegar til mikils er að vinna.
En allar merkari hrevfingar hafa
fyrir þá eina sök komist af stað,
að einhverjir foringjar komu
fram, sem gátu hvatt fólkið til þess
að leggja af stað, þrátt fyrir alt,
■sem hægt var að benda á að væri
til fyrirstöðu. Og það er alt af
hægt að benda á tíu ástæður fyrir
því, að réttara sé að hreyfa sig
ekki — ef um eittlivað er að tefla