Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Qupperneq 40
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆÍKNISFÉLAGS ISLENDINGA
vinna að ræktun íslenzku þjóðar-
innar í landinu, þá er það aug-
ljóst, að oss ríður framar öllu öðru
á því, að vita meira um þjóðina.
Hér hefir verið bent á það lið-
sinni, sem lögfræðingar vorir
gætu veitt oss, þó ekki væri nema í
þessu eina atriði. En allir, sem
til þess hafa þekkingu og hæfi-
leika, hafa hér verkefni. Naum-
ast væri t. d. hægt að hugsa sér
meira heillandi viðfangsefni fyrir
íslenzka lækna, sem hefðu upplag
til vísindamensku, en að rannsaka
líkamsbyggingu þjóðarinnar hér í
landi. Q-uðmundur prófessor
Hannesson hefir verið að rann-
saka þetta efni á Islandi undan-
farin ár, og gert markverðar at-
huganir. Það má t.d. telja það alt
að því sannað mál, eftir þær rann-
sóknir, að Islendingar séu há-
vaxnasta þjóðin á hnettinum. En
nú eru margir þeirrar skoðunar,
að íslenzkir piltar hér í landi séu
vafalítið hærri vexti, heldur en
feður þeirra, sem hingað komu að
heiman. Spurningin er því, hvort
hér sé hæsta þjóð í veröldinni.
Kanadamenn sem heild standa
framarlega að þessu leyti, en þó
ekki í fremstu röð — eftir mæl-
ingum á hermönnum að dæma —,
en Islendingar í Vesturheimi
kunna að bera af öðrum svo stóru
muni. Að minsta kosti væri fróð-
legt að fá það rannsakað.
Suinum kann að þykja þetta lít-
ilsvert mál. En svo er ekki. All-
ur fróðleikur, sem völ er á, um
andlegt og líkamlegt atgjörfi þjóð-
arinnar, um kosti hennar og ó-
kosti, eru mikilsverðir, ef nokkurt
vit á að vera samfara þeirri við-
leitni, sem Þjóðræknisfélagið hef-
ir helgað sig og allir góðir menn
ættu að vera sammála um að stvðja
beri — viðleitninni, að gera menn
af þjóð vorri sem ágætasta borg-
ara þessarar álfu. Þekkingin á
oss sjálfum, er mjög í molum.
Engínn hefir t. d. enn nægilega
þekkingu á þjóðinni til þess að
geta úr því skorið, hvemig á
standi því fyrir.brigði, að að eins
lítill hluti þeirra manna, sem ná
ágætum orðstír í skólum, skuli
njáta sín svo eftir að skólanámi er
lokið, að verulega kveði að, eða
öðrum mönnum komi að gagni.
iSpurningin er aftur á ný hin
sama: er hér um að ræða nokkur
einkenni, sem teljast megi eiga rót
sína í lundarfari eða upplagi þjóð-
arinnar, eða eru ytri ástæður
þessu valdandi? 0g valdi ytri
ástæður, uppeldi, félagsskapur, í
einu orði umhverfi, fáum vér þá
breytt því?
Þau atriði , sem hér hefir verið
bent á sem ástæður fyrir og tilefni
til samvinnu meðal þjóðarinnar
sem heildar hér í álfu, eru, eins 'Og
allir skilja, aðeins bendingar um
þá átt, sem skynsamlegt virðist nú
að taka í þjóðræknismálum vorum.
Þeim málum hefir hingað til verið
alt of þröngur stakkur sniðinn.
Aherslan hefir hingað til verið
lögð á Lslenzkuna og sambandið við
Island. Þetta er vissulega rétt-
mætt. En hættan, sem framvegis
verður að varast, er sú, að hugs-
unin festi enn meiri rætur en orð-
ið er, meðal uppvaxandi kynslóð-
arinnar, að fyrst hún hafi fleygt