Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Síða 63
Hlutdeild Islands í heimsbókmentunum.
Eftsir Ricliard Beck, l’li, D.
(Erindi filutt á ensku yiS St. Olaf Oollege og víSar.)
Illa lætur heiti ættlands vors í
eyrum útlendinga. Enginn vænt-
ir þess, að rósir eða andans gróð-
ur spretti í skauti frosts og fanna.
Sann-nefni getur Islandsheitið þó
vart talist; það lýsir að eins einni
hlið ættjarðar vorrar. Eigi svo að
skilja, að nóg sé eigi jökla-auðlegð
á Islandi, en margt er þar einnig
eldfjalla, og það, sem betra er:
mýkri drættir í landsins svip —
græn engi, tún og gróðursælir dal-
ir. Satt er það, að loftslag er æði
ómilt á íslandi, en kostur er þar
með löstum. 1 því isamhandi má
vitna til ummæla þess íslendings,
sem frægastur mun nú, Vilhjálms
Stefánssonar landkönnuðs. Hann
segir á einum stað í ritum sínum,
að þó því verði eigi neitað að kaffi,
haðmull og sykur séu heiminum
mikils virði, þá neyðist menn samt
til að játa það, að þýðingarmesta
uppskera lands hvers sé þjóðin
sjálf, að loftslag geti eigi gott tal-
ist, þó fegurstu sveitir þroskist, ef
mennirnir hrörni. Fáir munu efa
sannleik þeirra orða.
Áhrif þjóðanna eru heldur eigi
komin undir höfðatölu; gildi
þeirra fer eftir kostuin og at-
gjörvi, en eigi fjölda mannflokks-
ins. Frægð landa er eigi mæld í
ferhyrningsmílum. Grikkland og
Gyðingaland, þau löndin, sem að
flestra dómi munu hafa lagt
stærstan skerf til lieimsmenning-
arinnar, eru aðeins helmingi stærri
en annað minsta fylki Canada,
Nýja-Skotland. fsland, með ein-
ar hundrað þúsundir íbúa, er á
stærð við Grikkland. Hefir það
einnig, og mun það sumum kynlegt
virðast, verið nefnt ‘ ‘ GrikkÍandið
í Norðri”. Island er miðstöð
fræða þeirra fornra, sem snerta
Norðurlandahúa og allan hinn
germanska þjóðbálk. Hversu er
slíku farið ? Þeirri spurningu skal
nú leitast við að svara.
Saga íslenzkra bókmenta hefst
með landnámi Norðmanna á fs-
landi. En bókmentirnar eru ávöxt-
urinn af reynslu þjóðanna, skuggi
hugmyndalífs þeirra og hugsana.
Skapferli, atgjörvi og lífskjör
manna þeirra, sem fsland hygðu,
réðu því miklu um brag og þroska
forn-íslenzkra bókmenta. Er því
eigi ónauðsynlegt, að gera -sér fulla
grein atburða þeirra, sem til þess
lágu, að Norðmenn leituðu til ís-
lands, og eins liins, liversu land-
nemamir voru skapi farnir.
Landnám íslands átti heinlínis
rætur sínar að rekja til hreyttra
stjórnar- og stéttarhaga í Noregi.
Haraldur hárfagri hafði fyrstur
manna, svo sögur fari af, lagt und-
ir sig landið alt. Varpaði hann
eign sinni á jarðeignir manna, og
gerði þá sér skattskylda. Slíkar
kröfur vora olfraun mörgum
manni, einkanlega þeim, sem höfð-
ingjar voru eða tiginna ætta. AS
ganga þannig á rétt þeirra, voru