Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Blaðsíða 74
72
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Af söngfólkinu átti ung stúlka og
norsk, dóttir professors Gisli
Bothne, er kennir norræn fræði við
ríkisliáskólann í Minnesota, mest-
um vinsældum að fagna, meðfram
vegna þess, að hún söng norska,
þjóðsöngva og snart fólgna strengi
föðurlandsástar og fræðanna
norsku.
Eg flutti erindi mitt síðla dags.
Ekki held eg að það sé úr vegi að
minna á það sem stendur í Grett-
is sögu, þótt enginn sé eg kappi:
“Réri Grettir í skut”. — Mann-
fjöldinn hafði setið hlífa fár allan
síðari liluta dagsins, í steikjandi
hita og horft mót sólu. Eitthvað
var múgurinn farinn að þynnast
og einkum að ókyrrast, er eg fékk
hljóð. Við það bættist, að víðvarp-
ið bilaði stundu áður. En hafi sú
bilun verið lagfærð meðan eg tal-
aði, gæti eg trúað að þeir, sem
heyrðu, hafi talið mig einhvern
hljóðaklett utan af Islandi, eða
kunni þeir eitthvað eftir Bjarna,
heyrt þar “eintóm hljóð úr for-
feðranna gröfum”.—
Fyrri hluta dagsins hlýddi eg á
skemtiskrána. Fór hún öll fram á
Norsku.
Fundastjórn skiftu þeir með sér
prófessor Solheim, er eg áður
nefndi, og dr. F. A. Nordbye,
norskur læknir í Camro.se og for-
seti nefndarinnar.
Mannfjöldinn, þjóðræknin,
skemtiskráin — og hitinn, verður
mér alt minnisstætt. Að því frá-
töldu þótti mér einna mest koma
til sýningar á norskum hannyrð-
um, smíðisgripum, fornmenjum og
málverkum, m.fl., “frá heimalandi
Leifs Eiríkssonar” — eins og kom-
ist var að orði um þann hluta há-
tíðahaldsins. En ekki voru þau
ummæli neitt eins dæmi. Vestur-
íslenzka skáldkonan, Laura Salv-
erson, var þar stödd þenna dag.
Hafði eg ekki áður séð hana né við
hana talað. Að kveldinu flutti
hún þar ræðu. En um hana var
talað sem “Norwegian-Canadian
authoress.”
Ekki hafði eg áður skiliS til
hlítar, hvað Norðmenn sjálfir láta
orðið “norse” merkja. Kunnugt
er, að “norse” er komið í móð hjá
enskum og norskum og jafnvel hjá
isumum heldri Islendingum. En það
leyndi sér ekki, að hjá Norðmönn-
um táknar “norse” ekkert annað
en norskur, Nonvegian, enda er
það merking orðsins hjá Cleasby.
Þótt það orð kunni að.„vera þeim
frændum vorum handhægt afla
orðtæki, er það að verða oss Is-
lendingum eftirminnilegt útgjalda
megin. Með “norse” er alls ekk-
ert tillit tekið til þess sem íslenzkt
er, hvort sem það er haft um Leif,
Vínland, mál vort eða forn-bók-
mentir. Hér kemur ekki til greina
hin forna merking orðsins. Fvr á
öldummerkti það áreiðanlega einn-
ig annað en það, er Noregi heyrði
til. En það er nútíðarskilningur
manna á orðinu, er oss varðar
mestu. Vík eg’, ef æfin endist, að
því efni síðar.
Mælt er að íslenzkur prestur
hafi, að afstaðinni prestastefnu í
Reykjavík, flutt ræðustúf í veizlu,
er hiskup hélt þeim, er Synodus
sátu. Kjarni orða lians á að hafa
verið: “Svona á synodus að vera;