Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1926, Page 83
HAGUR NORÐANLANDS VIÐ UPPHAF VESTURFLUTNINGANNA
81
ÞaÖ mátti meÖ sanni segja að þiö
sluppu'ö aðeius undan illviörinu eftir-
minnilega, því laugardag næsta var hér
úrfelli óttalegt. Sunnudaginn hret og
brim mikið, mánudaginn stórhríö; eft-
ir það frost og kuldar; en máði þó af
láglendi annað kastið svo hey náðust,
sem íheim voru komin; og öllu náöi eg
úr iheiöinni fyrir og eftir fyrri göngur
með mestu harðheitum, en alt það hey
ázt upp á túnunum; því úr síöari rétt-
um dundu yfir þær verstu og lengstu
hríðar, sem eg man eftir, að hausttíma;
í 8 daga var hér látlaus hríð, stundum
frostlaust svo fannir hrúguöust yfir
jörðina, og þegar loks upp rofaði var
hér á Skaga bjarglaust, nema litlar
snapir á blá sjávarbökkunum; ihrossin
röngluðu hungruð ofan til bygða, og
urðu Iholdlaus; fulloröiB sauðfé hafði
sig furðulega ofan, en lömb munu hafa
týnt tölu að mun, og heimtur voru al-
ment slæmar yfir ihöfuð- Haustið eftir
þetta og veturinn fram á jólaföstu var
hér afleitt, með stööugum úrfellum og
stormum; öll hús láku sem hrip, og hey
hafa mjög skemst í hlööum og tóftum.
Aflabrögð urðu sáralítil á Skaganum
nema í Sævarlandsvík; þar á móti all-
góð á Skagaströnd, og hjá mér tölu-
verð, vegna brúkunar á línu, og góðra
gæfta seinast vertíðar. Síðan á jóla-
föstu hefir verið mjög hríðalítiS, og
fremur góð tíð, en þó oft jarðskarpt,
því góðhlákur hafa ekki komið, svo
haustgaddurinn liggur á, og hafa því
verið uppi sömu -hnjótarnir, léttir og
lélegir mjög svo. Peningur allur er
óttalega magur, sem er til vonar eftir
slíkt haust, svo afkoman í vor er æði
tvísýn einkum yröi það kalt og gróður-
lítið, eins og oftast á sér stað ytra hér.
Lágsveitir eru alt af auöar, en til f jalla
hefir veriö hér mjög hart, og enda lak-
ara en hér á Skaga.
Gísli sonur þinn hefur látið mér i
ljósi, að hann hugsi til að innleysa Hól-
inn, og vil eg gefa honum nægan frest
til þess; en eg er hræddur um að ekk-
ert verði úr þessu, því bæði er Gísli
efnalaus og framkvæmdarlítill, og pen-
ingarnir ófáanlegir aö láni, og til hvors
sem er, því þeir eru hvergi til i Norð-
urlandi. Eg hefi aldrei vitað slík vand-
ræði sem nú, í því tilliti. Eg ætla að
þeim Gísla og Jóni Einarssynii) lyndi
ekki sem best, þvx hinn síðarnefndi vill
ei vera kyr, og hefur tekið 'klaustrið Ás-
búðir í oröi, hvort sem af því verður
eða ekki. Þú getur nærri að efnaástand
yfirhöfuð hjá almenningi hafi ekki tek-
ið stakkaskiftum til hins betra, því fyr-
ir utan hið viðvarandi harðæri, þá gjör-
ir dýrtíðin sitt til, að auka skuldir og
vandræði; altaf er umferð nóg í kaup-
staði, til nýrra og nýrra lántaka og
bráðxxm alveg kornmatarlaust, því
Hofs- og Grafarósar hafa verið alls-
lausir. Sá fyrri sökum þrots T'haages1 2)
og hinn síðari vegna þess að Elfríður
afturgengna strandaði við Sléttuna í ó-
dæmunum í haust, varð þar aðeins
mannbjörg en alt annað fór; þetta
gerði verzlunarfélaginu tjón mikið, því
bæði varð Grafarós þessvegna allslaus
og fjártakan þar fórst fyrir. — Hér
var f jártakan með mesta móti, þótt ill-
viðri gjörðu þá vertíð ógleðilega og ó-
hæga, því slátri og öðrum nauðsynjum
var ekið á sleðum úr 'kaupstöðum;
slíkt ætla eg eindæmi fyrstu daga okt-
óber mánaðar. — Mikið gekk á næstl.
sumar með þjóðhátíðahöldin, og hafa
blöðin verið tróðfull af þeim sögum og
lofdýrðarsöngvum í tilefni þar af, altaf
síðan. Menn ihefja Iand vort ofar skýj-
um og ætla að gjöra úr því sjálf-
1) Giftur Ingiibjörig-u, dóttur Símonar S
Fossi á Skaga.
2) Danskur kiaupmaSur,