Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 13 gUðbJörg pálsdóttir og ólöf bJörg steinþórsdóttir Árin 1996–2008 útskrifuðust til dæmis 7738 karlar með fyrstu háskólagráðu en 14320 konur. Í Háskóla Íslands hefur kynjaskipting á stærðfræðitengdum námsbrautum á síðustu árum oft verið þannig að karlar hafa verið þrisvar sinnum fleiri í stærðfræði og átta sinnum fleiri í eðlisfræði. Á hinn bóginn eru konur átta sinnum fleiri í grunn- skólakennaranámi og fjörutíu sinnum fleiri í leikskólakennaranámi (Hagstofa Íslands, 2009a, 2009b). Tölurnar sýna að ennþá eru mikil tengsl á milli kynferðis og starfsvals og að þótt konum hafi fjölgað á stærðfræðitengdum brautum hefur hlutfallið ekki breyst mikið. Starfsval virðist vera mjög kynbundið og strax í áhugasviðskönnunum í grunn- og framhaldsskóla kemur fram sterkur kynbundinn munur (Sif Einarsdóttir, 2005). Orðræðan um stærðfræði og stærðfræðinám endurspeglar hugmyndir og viðhorf fólks til greinarinnar. Guðný Guðbjörnsdóttir (2001) fjallar um hugtakið orðræða og áhrif orðræðunnar á þróun sjálfsmyndar. Í stað þess að horfa á hinn skynsama einstakling sem sjálfstæðan geranda telja Foucault og fleiri póststrúktúralistar að orðræður eða málnotkun einstaklinga og stofnana hafi áhrif á reynslu fólks og endurspegli um leið valdatengsl samfélags. Líta má á orðræðu sem glugga til að horfa á veruleikann. Hún mótar skilning okkar á okkur sjálfum og færni okkar til að greina kjarnann frá hisminu, rétt frá röngu. Mikið vald felst í orðræðu vegna þess að hún dregur taum ákveðinna hópa eða sjónarmiða fremur en annarra. (Guðný Guðbjörnsdóttir, 2001, bls. 11) Með því að greina orðræðu má skoða hugmyndir sem settar eru fram og hvað ein- kennir þær. Félagsleg staða og sjónarhorn hópa eru því sterkir áhrifaþættir í mótun á viðhorfum einstaklinga og hópa. Hefðbundið er að flokka fólk eftir kyni og gera ráð fyrir sameiginlegum einkennum hvors kyns. Hin kynjaða orðræða er mjög lituð af því. rannsóknarsnið Í þessari grein er unnið með gögn úr tveimur sjálfstæðum rannsóknum höfunda. Ann- ars vegar rannsókninni Viðhorf til stærðfræðináms . Rannsókn á viðhorfum unglingsstúlkna til stærðfræði, stærðfræðináms og sjálfra sín sem stærðfræðinemenda (Guðbjörg Pálsdóttir 2004, 2008) og hins vegar rannsókninni Skoðun á kynbundnum þáttum í niðurstöðum PISA 2003 fyrir Ísland: Viðtöl við ungt fólk (Exploring gender factor related to PISA 2003 results in Iceland: A youth interview study) (Ólöf Björg Steinþórsdóttir og Sriraman, 2008). Við upphafsgreiningu gagna beggja rannsókna var leitað eftir svörum við ákveðnum rannsóknarspurningum. Í fyrrnefndu rannsókninni var leitað eftir hugmyndum þátt- takenda um stærðfræði og stærðfræðinám og viðhorfum þeirra til sjálfra sín sem stærðfræðinemenda og sambandi milli þessara þátta. Í síðarnefndu rannsókninni var leitað eftir skýringum ungs fólks sem hafði tekið þátt í PISA 2003 á niðurstöðum þeirrar rannsóknar og þeim sérstaka kynjamun sem fram kom á Íslandi. Við grein- ingu gagna var sjónum því beint að afmörkuðum þáttum. Í samræðum höfunda um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.