Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 18

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 18
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201118 raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám Í venjulegum stærðfræðitíma tölum við yfirleitt við kennarann um ýmislegt sem ekki tengist alltaf stærðfræði svona fyrstu 10 mínúturnar af tímanum. Síðan skrifar hann upp á töflu hvað við eigum að reikna og þá förum við að vinna. Ef eitthvað vefst fyrir okkur sýnir hann dæmin upp á töflu. Viðmælendur lýsa gjarnan kennslustund sem skipta má í tvo hluta. Fyrst afmarkar kennarinn efnið og segir nemendum hvernig glíma eigi við viðfangsefnin, síðan vinna nemendur sjálfstætt og í lok kennslustundar er stundum rætt um heimavinnu. Í viðtölunum koma einnig fram tilvik þar sem sagt er frá því að nemendur velji úr fyrirlögðum dæmum þau dæmi sem kennari tekur á töflu. Þá er gengið út frá því að nemendur séu virkir og geti haft áhrif á viðfangsefni kennslustundarinnar innan þess ramma sem settur hefur verið: Við byrjum á því að kennarinn tekur þau dæmi sem við viljum upp á töflu – þau dæmi sem við skildum ekki úr heimavinnunni – svo fer hann í næstu dæmi og aðferðir og skýrir fyrir okkur hvernig við eigum að gera þau. Viðmælendur miða almennt við að unnið sé í námsbók og að þar séu útskýringar, sýnidæmi og dæmi til að glíma við. Kennarinn fer í almenna reglu eða aðferð en síðan þegar koma orðadæmi þurfa nemendur að beita nýrri þekkingu á tiltekið svið. Viðmælendur segja að þá lendi nemendur oft í vandræðum því þeir geti ekki notað útskýringar kennara eða bókar beint en þurfi að lesa úr dæminu og tengja. Margir kvarta undan slíkum dæmum. Einn viðmælandi segir til dæmis að honum finnist auðvelt að vinna með texta í íslensku en að í orðadæmum í stærðfræði séu kröfurnar mun meiri: Ég get alveg lesskilning í íslensku þegar ég þarf að lesa sögu og svara spurningum en þegar það eru tölur og allt og þegar ég þarf að fatta sjálf hvað ég á að gera þá getur það vafist fyrir mér en ef ég á að diffra og heilda þá get ég gert það; þegar það er bara sett upp dæmið og ég á að reikna þá er það bara fínt. Það viðhorf virðist ríkjandi að markmiðið sé að klára dæmaskammt og gott sé að vinna sem mest í skólanum til að fá hjálp kennarans. Meginviðfangsefnið virðist vera talið að ná valdi á aðferðum við að reikna og fá ákveðið svar: Kennarinn útskýrir eitthvað, einhverja aðferð við að reikna eitthvað út, svo reiknar maður dæmi og kennarinn hjálpar manni ef maður skilur ekki. Og ef maður skilur ekki reynir kennarinn að útskýra betur. Meginviðmið viðmælenda okkar er eigin reynsla úr grunnskóla og framhaldsskóla en einnig má gera ráð fyrir að viðteknar hugmyndir í samfélaginu um stærðfræðikennslu hafi haft áhrif á orðræðuna. „Stærðfræðikennarinn á að vera hjálpsamur“ Viðmælendur settu fram nokkrar hugmyndir um hlutverk kennara. Þeir töldu að miklu máli skipti að kennarinn væri þolinmóður og hefði þekkingu til að útskýra og nálgast efnið á fjölbreyttan hátt. Einn viðmælenda orðaði þetta þannig:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.