Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 34

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201134 „bara ef maðUr hefði sett meiri kraft í þetta“ fyrsta ári í einstaka námsgreinum (Háskóli Íslands, 2008; Ríkisendurskoðun, 2007). Auk þess hverfur þó nokkuð stór hópur nemenda, eða allt að 8%, frá námi eftir að hafa lokið tveimur þriðju hlutum þess eða meira (Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Lítið er til af rannsóknum á brotthvarfi úr háskólanámi hérlendis og hafa þær einkum beinst að nemendum sem hverfa frá snemma á námsferlinum. Að sumu leyti er ekki óeðlilegt að háskólanemendur hætti námi á fyrri stigum þess, sérstaklega í opinberum skólum þar sem eru fáar inntökutakmarkanir, engin skólagjöld og fjöl- breytt námsframboð. Brotthvarfi nemenda sem komnir eru langt áleiðis í námi fylgir meira tap fyrir viðkomandi nemendur, skólastofnun og samfélagið í heild. Skólinn og nemandinn hafa varið tíma og fjármunum til náms sem nemandinn lýkur ekki og brotthvarf úr námi veldur röskun á náms- og starfsferli einstaklingsins (Hovdhaugen, 2009; Ríkisendurskoðun, 2007). Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu einstaklinga sem horfið hafa frá háskólanámi sem þeir voru komnir vel á veg með að ljúka. Áhersla var lögð á aðdraganda brotthvarfs og afleiðingar þess fyrir þróun náms- og starfsferils einstaklinganna. bakgrunnur Helstu ástæður brotthvarfs úr háskólanámi Tinto (1975, 1982, 1993) hefur sett fram eina af þeim kenningum sem fjalla sérstaklega um brotthvarf úr háskólanámi (e. student integration theory) og beinir hann sjónum að samspili nemanda og háskólasamfélags. Hann telur að útskrift ráðist að miklu leyti af því hvort markmið nemandans séu skýr og háskólanámið þáttur í heildstæðum náms- og starfsferli. Samkvæmt kenningum um starfsþróun er litið svo á að ungt fólk um tvítugt sé á svokölluðu könnunarþrepi (e. exploration stage). Þá mótast náms- og starfstengdur áhugi einstaklingsins með megináherslu á þá möguleika sem eru fyrir hendi í námi og á vinnumarkaði (Savickas, 2005; Super, 1957; Swanson og Gore, 2000). Má telja að margir háskólanemendur séu á þessu stigi og áform þeirra því mögulega enn í mótun. Tryggð einstaklingsins við viðkomandi skólastofnun er annað lykilhugtak í kenn- ingu Tintos. Hann gagnrýnir að fyrst og fremst hafi verið litið á brotthvarf sem mis- tök nemandans en lítið fjallað um hlutverk og ábyrgð skólans. Miklu máli skiptir hvort nemandinn upplifir sig sem fullgildan meðlim í háskólasamfélaginu. Ef honum gengur vel að aðlagast háskólasamfélaginu og nemendahópnum styrkir það bæði markmiðssetningu hans og tryggð við skólann og dregur þannig úr líkum á brott- hvarfi (Tinto, 1975, 1993). Því meira sem kennarar og annað starfsfólk skóla sinna nemendum og því meiri samskipti sem nemendur hafa sín á milli þeim mun minni líkur verða á brotthvarfi úr námi (sjá t.d. Braxton, Milem og Sullivan, 2000; McKenzie og Schweitzer, 2001; Tinto, 1982, 1993, 1997). Erfiðleikar við að aðlagast háskólasamfélaginu eru meginástæða brotthvarfs úr háskólanámi samkvæmt Tinto (1975, 1993). Bean er einn þeirra sem gagnrýnt hefur Tinto fyrir að taka ekki nægilegt tillit til annarra mikilvægra áhrifaþátta. Í kenningu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.