Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 38

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201138 „bara ef maðUr hefði sett meiri kraft í þetta“ Aðdragandi náms og aðlögun að háskólasamfélaginu Félagslegur og menntunarlegur bakgrunnur þátttakenda er nokkuð fjölbreyttur. Fjórir þeirra eru fæddir og uppaldir á landsbyggðinni en þrír eru af höfuðborgarsvæðinu. Þeir stunduðu framhaldsskólanám í fjölbrautaskólum og menntaskólum af ólíkum stærðum og gerðum og á mismunandi námsbrautum. Þeim gekk ágætlega í fram- haldsskóla og höfðu ekki mikið fyrir námi. Flestir töldu að framhaldsskólinn hefði veitt þeim nokkuð góðan undirbúning fyrir háskólanám. Aðeins einn faðir af þeim fjórtán foreldrum sem að viðmælendum standa hefur háskólamenntun. Engu að síður voru viðmælendur á einu máli um að fjölskyldur þeirra hefðu veitt þeim stuðning og hvatningu til háskólanáms. Námsval viðmælenda var lítt ígrundað og í sumum tilvikum nánast tilviljanakennt. Að framhaldsskóla loknum voru þeir óvissir um hvað þeir vildu læra en lýsa því þannig að þeir hafi ákveðið að ,,prófa“ viðkomandi námsgrein eins og fram kemur í máli Hrannars: Þetta er fag sem ég hef svona mikinn áhuga á þannig að það kitlaði mann svolítið að prófa það. Ég var sko síðasta árið í menntaskóla mikið að skoða hvað ég ætti að gera og það auðvitað dundu á manni sko kynningar alls staðar að og svo svona datt maður svolítið inn á þetta þegar maður var að fletta í gegnum námsframboðið og svo bara líkaði manni þetta vel þegar maður fór að prófa, fór að koma í tíma og þannig og ákvað bara að halda áfram. Enginn valdi nám með það að leiðarljósi að námið væri hagnýtt á vinnumarkaði heldur virðist áhugi, félagsskapur og það að þeir töldu sig ráða vel við námið hafa ráðið mestu um námsvalið. Þeir töluðu um háskólaárin sem ánægjulegan tíma og þeim leið almennt vel í náminu. Arna sagði þó að háskólalífið hefði verið talsvert öðruvísi en hún átti von á. Henni fannst erfitt að vera í stórum nemendahópum og leið miklu betur í skólanum eftir að hún skipti yfir í þá námsgrein sem hún ílengdist í en þar voru námskeið tiltölulega fámenn. Misjafnt er hversu virkan þátt viðmælendur tóku í félagslífi háskólans, allt frá því að vera mjög virkir til þess að eiga lítil samskipti við samnemendur. Hanna var til dæmis mjög virk í félagslífi innan skólans og naut félagsskapar samnemenda. Arna tók hins vegar afar lítinn þátt í félagslífi nemenda. Hún kynntist fáum og þau sam- skipti sem hún átti við aðra nemendur voru einkum við þá sem hún þekkti fyrir, til dæmis úr framhaldsskóla. Gísli og Hrannar sögðu það ,,heilmikil viðbrigði að hefja háskólanám“ og að þeir hefðu saknað framhaldsskólans. Þeir orðuðu það báðir svo að þeir hefðu þurft að ,,slíta sig“ frá framhaldsskólanum og þeim vinahópi sem þeir áttu þar. Þátttakendur voru nokkuð sammála um að þeir hefðu mætt jákvæðu viðmóti í samskiptum sínum við kennara háskólans en hefðu lítið leitað til þeirra utan kennslu- stunda. Arna og Brynhildur leituðu þó nokkrum sinnum til kennara til þess að fá frest á verkefnaskilum og sögðu þá ávallt hafa tekið þeim vel. Arna skilgreindi samskipti sín við kennara skólans sem ,,persónuleg“ og sagði þá jafnvel hafa haft samband við sig að fyrra bragði til að inna sig eftir verkefnum sem hún átti að vera búin að skila.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.