Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 40

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 40
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201140 „bara ef maðUr hefði sett meiri kraft í þetta“ til staðar fyrir nemendur skólans í tengslum við vinnubrögð og skipulagningu í námi. Hrannar sagði: Það hefði örugglega verið gott fyrir mann einhvern tímann að fara eitthvað til náms- ráðgjafa eða sko fá hjálp en maður svona þrjóskaðist við að gera þetta bara sjálfur. Maður hefði kannski fengið einhverjar ráðleggingar varðandi betri vinnubrögð. Fimm af viðmælendunum sjö eiga einungis eftir að ljúka BA-ritgerð í náminu en Brynhildur og Arna eiga einnig eftir eitt til tvö námskeið. Þeir sem einungis eiga eftir BA-ritgerð ætluðu sér að skrifa hana með fullu starfi á fyrsta ári eftir að þeir luku námskeiðum. Þrátt fyrir góðan ásetning varð þeim lítið úr verki, eins og kom fram í máli Gísla: Ég sagði bara þetta er ekkert mál, þetta eru bara sex einingar eða eitthvað, þannig að ég fór bara að vinna á fullu … þannig að ég var í 150% starfi eða eitthvað og þá nátt- úrulega gerist ekki neitt. Allir voru þeir sammála um að ef þeir hefðu skipulagt sig á annan hátt, unnið ritgerð- ina samhliða námskeiðum eða strax eftir að þeir luku þeim, hefðu þeir að öllum lík- indum lokið námi. Þótt nemanda takist að komast í gegnum námskeið með óöguðum vinnubrögðum virðast þau verða honum verulega til trafala þegar kemur að BA- ritgerðarskrifum, eins og kom skýrt fram hjá Jóhanni: Maður er vanur að gera eitthvað svona þú veist, ég dríf mig með tuttugu blaðsíður, það er svona kannski það mesta sem maður hefur gert áður, kannski á sex, átta tímum með svolítið svona óskipulögðum vinnubrögðum. … Þessi aðferð hún dugði fyrst af því að tíu, fimmtán blaðsíðna ritgerð, þú skrifar hana bara, en þarna [í BA- ritgerð] þarftu að skipuleggja hvern kafla og búa til beinagrind. Hrannar tók í sama streng og lýsti vinnubrögðum sínum þannig að hann hefði ekki sett sér nein markmið né tímaáætlanir og ítrekað frestað vinnu við ritgerðina: Bara ef maður hefði sett meiri kraft í þetta strax í byrjun. Maður bara var einhvern veginn í einhverjum hægagangi með þetta, setti sér engin tímamörk með neitt og það náttúrulega fór að koma í ljós að maður var svolítið óöruggur með að skipuleggja tímann og svona. Svo þegar á leið þá fór maður bara að ýta þessu svolítið svona á undan sér og maður hugsaði bara að maður gæti klárað þetta á næstu önn og svo gerði maður aldrei neitt í því og því lengur sem maður frestar því erfiðara verður það. … Svo var maður náttúrulega ekkert að setja sér nein markmið með að klára eitthvað visst mikið fyrir einhvern vissan tíma. Athyglisvert er að val á viðfangsefni BA-ritgerðar reyndist flestum viðmælendum erfitt. Þeir mikluðu ritgerðina fyrir sér og töldu að ritgerðarefnið þyrfti að vera ,,merkilegt“, ,,skemmtilegt“ og ,,áhugavert“. Efnið sem loks varð fyrir valinu reyndist oft flókið og erfitt viðureignar og flestir töldu að þeir væru búnir með ritgerðina ef þeir hefðu valið einfaldara efni. Arna sagðist vera ,,logandi hrædd“ við að þurfa að velja efni og taldi jafnvel að hræðslan gerði það að verkum að hún kæmi sífellt með afsakanir fyrir því að ljúka ekki náminu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.