Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 41

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 41
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 41 hrafnhildUr V. k Jartansdóttir, kristJana stella blöndal og sif einarsdóttir Skýrt kom fram að þátttakendur vildu fá meiri leiðbeiningar um skrif lokaritgerða. Allir töldu þeir æskilegt að deildir skólans byðu upp á námskeið fyrir nemendur á lokamisseri sem fæli í sér fræðslu og aðhald við skrifin. Hugmyndir þeirra um fyrir- komulag slíks námskeiðs voru þó ólíkar. Á heildina litið voru þeir óöruggir með rit- gerðarskrifin, eins og kom fram í máli örnu þegar hún sagði: ,,Ég veit ekkert hvernig það gengur fyrir sig eftir að það misseri hefst sem maður er skráður í BA-ritgerð.“ Þeir viðmælendur sem komnir voru með leiðbeinendur við BA-ritgerð sögðu sam- band sitt við þá nokkuð gott og aðgengi að þeim ágætt. Þeir voru þó óöruggir um hlutverk leiðbeinandans og hvers þeir mættu vænta af honum. Þeim fannst erfitt að hafa frumkvæði að því að hitta hann, sérstaklega þegar illa gekk við ritgerðarskrifin, og töluðu um að þeir skömmuðust sín þá fyrir að vera ekki ,,duglegri“. Þeir sögðust gjarnan vilja hafa einhver viðmið um samskiptin. Stefán sagði: Það hlýtur allt að vera betra heldur en ekkert, ég meina að það séu einhver viðmið, að vita í rauninni að þetta sé svona ferillinn og þetta sé það sem prófessorinn gerir. … Þetta þarf ekkert endilega að vera flókið, bara hvernig á að bera sig að við val á leiðbeinanda það fyrsta og þá kannski í rauninni að leiðbeinandinn sé með einhvers konar viðmið um hvað sé ætlast til af honum og nemandanum sjálfum. Í ljós kom að þegar þátttakendur hættu að sitja námskeið í háskólanáminu fjarlægðust þeir smám saman skólann, námið, samnemendur og jafnvel það efni sem þeir völdu til BA-ritgerðar. Allir vildu þeir ljúka náminu eftir einhverjum leiðum en fannst tilhugs- unin um að taka upp þráðinn aftur mjög erfið. Þeir sem hurfu frá námi fyrir nokkuð löngu voru hræddir um að leiðbeinandinn hefði ,,gefist upp á þeim“. Til dæmis sagðist Brynhildur fá ,,hnút í magann“ við þá tilhugsun að hefjast aftur handa og óttaðist að leiðbeinandinn hefði misst trú á því að hún gæti skrifað ritgerðina. Viðmælendur voru ekki í sambandi við aðra í svipuðum sporum og töluðu um að þeir upplifðu sig eina við lokaritgerðarskrifin eins og fram kom í máli Hrannars: Maður var að vinna og svo ætlaði maður einhvern veginn að gera ritgerðina með þessu en svo bara einhvern veginn fór maður að fjarlægjast skólann … og maður fjarlægðist viðfangsefnið svolítið og það varð svolítið erfitt að setjast niður og sem sagt snúa sér að því aftur. … Manni fannst þetta bara vera einhvern veginn næstum óyfirstíganlegt sko og fannst maður líka vera svolítið einn í þessu. Það væri gott að hafa einhvern aðila sem er með manni í þessu, já hafa einhvern sem maður getur talað um þetta við. Eftirtektarvert er að enginn viðmælenda hafði sótt vinnustofur á vegum Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands fyrir nemendur sem vinna að lokaritgerðum. Þó leit- uðu bæði Hrannar og Stefán nýlega til náms- og starfsráðgjafa til þess að fá ráðgjöf og stuðning við að hefjast aftur handa við BA-ritgerðarskrif. Afleiðingar brotthvarfs úr námi fyrir þróun náms- og starfsferils Viðmælendur voru á einu máli um að háskólamenntunin sem þeir lögðu stund á hefði ekki augljós tengsl við ákveðin störf en töldu þó að háskólagráða myndi skila þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.