Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 42

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 42
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201142 „bara ef maðUr hefði sett meiri kraft í þetta“ auknum atvinnumöguleikum, hærri launum og meiri réttindum á vinnumarkaði. Hönnu og Gísla fannst háskólapróf nú til dags hafa að mörgu leyti sama vægi í sam- félaginu og stúdentspróf hafði á árum áður, það sé ,,lykillinn að því að geta komið sér áfram“ á vinnumarkaði. Gísli sagði þó að árangur felist fyrst og fremst í ,,vinnusemi og hæfni“ en tengdist ekki eingöngu menntun fólks. Fjórir viðmælenda töldu sig hafa fengið störf út á menntun sína og að hún hefði verið metin til launa þó þeir hefðu ekki lokið námi. Hanna taldi til dæmis að það hefði verið horft fram hjá því við ráðningu hennar að hún hefði ekki lokið náminu og Jóhann tók í sama streng og sagði að í lýsingu á núverandi starfi hans væri gerð krafa um BA-próf. Arna og Stefán töldu einnig að þau hefðu fengið störf út á menntun sína. Brynhildur og Gísli sögðu aftur á móti að ekki hefði verið tekið tillit til menntunar við ráðningu þeirra í núverandi störf og störfin væru algjörlega ótengd menntun þeirra. Enda þótt viðmælendur teldu það ekki skipta sköpum fyrir möguleika þeirra á vinnumarkaði að ljúka háskólanáminu, né breyta stöðu þeirra í núverandi starfi, voru þeir allir sammála um að það yrði mikill persónulegur ávinningur fyrir þá. Hrannar sagði: ,,Það mundi breyta stöðunni fyrir mig sko, mér myndi allavega líða miklu betur með sjálfan mig.“ Það kom skýrt fram að allir viðmælendur höfðu áhuga á framhaldsnámi en orðuðu það sem svo að þeir væru ,,fastir“ í námsferli sínum á meðan þeir lykju ekki BA- náminu. Þeir höfðu þó ómótaðar hugmyndir um það hvaða framhaldsnám þeir vildu leggja stund á og höfðu lítið kynnt sér námsframboð. Hrannar sagði til dæmis að hann skoðaði námsframboð lítið því hann vildi einbeita sér að því að reyna að ljúka BA- náminu. Hann vill ekki ,,horfa neitt lengra fram í tímann“. Jóhann orðaði það svo að fólk með háskólapróf gæti ,,haldið áfram þaðan“ og ætti möguleika á einhvers konar ,,framþróun“ og var þá bæði að vísa til þróunar í námi og starfi. Hann sagði að ,,það væri auðvitað mun huggulegra að vera bara með BA-prófið og geta farið í eitthvað meira“. Fram kom að viðmælendur töldu sjálfsmynd sína nokkuð heilbrigða og fannst há- skólanámið hafa haft jákvæð áhrif á hana. Það hafði aftur á móti neikvæð áhrif á trú þeirra á eigin getu í námi að vera með ólokna prófgráðu í farteskinu. Þeir töluðu um að ,,hafa ekki náð markmiðum“ sínum og þeir væru með ,,hálfklárað verk“ í hönd- unum sem þeir skömmuðust sín fyrir. Hrannar sagði: ,,Mér finnst ég vera að bregðast bæði sjálfum mér og öðrum. Það væri alveg skelfilegt að henda þessu öllu frá sér, öllu sem maður er búinn að leggja í þetta.“ Brynhildur dró sig út úr félagslífi nemenda við skólann þegar hún náði ekki að skila BA-ritgerð á tilsettum tíma. Hún kveið því að svara spurningum um námsfram- vindu og forðaðist því samskipti við samnemendur sína. Hún sagðist einnig forðast að ræða um námið við foreldra sína því þau væru óánægð með frammistöðu hennar. Hún skammaðist sín fyrir að hafa ekki tekist að ljúka við BA-ritgerðina og óttaðist að litið væri þannig á hana að hún gæti ekki lokið þeim verkefnum sem hún tæki að sér: Mér finnst maður líta út fyrir að vera eitthvað, ég veit það ekki, svona trassi. … Þetta skiptir miklu máli þegar maður fyllir út ferilskrá að vera ekki með, þú veist, með fjögurra ára námsferil sem að maður klárar ekki. Ég held að það skipti máli bara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.