Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 54

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201154 líf og störf Ungra innflytJenda barnanna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Af þessum tíu fjölskyldum eru nú fimm fjölskyldur úr fyrri rannsókninni enn á Íslandi. Tvær fjölskyldur fóru frá Íslandi á tímabilinu 2002–2005, áður en fyrri rannsókninni lauk en þrjár fjölskyldur fóru á tíma- bilinu 2005–2010. Í rannsókninni sem hér er gerð grein fyrir var rætt við þau níu ungmenni sem höfðu tekið þátt í framangreindri rannsókn sem enn bjuggu á landinu. Þau voru á aldrinum 15–24 ára þegar viðtöl voru tekin við þau í upphafi árs 2011. Markmiðið var að afla upplýsinga um skólagöngu ungmennanna og reynslu þeirra af lífi og starfi í íslensku samfélagi. fræðilEgur bakgrunnur Aðlögun að nýju samfélagi er margþætt ferli. Við flutning í nýtt samfélag er mikilvægt að kynnast m.a. staðháttum, reglum og viðmiðum, auk þess sem kunnátta í ríkjandi tungumáli nýja samfélagsins er mikilvægt skilyrði fyrir virkri þátttöku og samskiptum. Markmið þessa kafla er að kynna í stuttu máli fræðileg skrif um aðlögun að nýju samfélagi, þá hæfni einstaklinga sem mikilvæg er talin til að aðlögun gangi vel, mikil- vægi móðurmáls og ríkjandi tungumáls viðkomandi samfélags í aðlögunarferlinu, svo og nám og kennslu í fjölmenningarsamfélagi. Loks verður fjallað um stöðu ungra innflytjenda á Íslandi samkvæmt nýjum rannsóknum og hvernig íslenskum skólum hefur tekist að koma til móts við vaxandi fjölbreytileika nemendahópa undanfarin ár. Aðlögun að nýju samfélagi og þverþjóðleg hæfni Mikið hefur verið fjallað um aðlögun að nýju samfélagi og þróun sjálfsmyndar við slíkar aðstæður undanfarin ár. Margar rannsóknir hafa fjallað um valið milli menn- ingar upprunalandsins og nýja landsins sem fram fer hjá ungu fólki er það aðlagast nýju samfélagi og hvernig það fer bil beggja í sjálfsmyndarmótun sinni við slíkar aðstæður. Ýmsar rannsóknir fjalla einnig um það hvernig ungt fólk fer milli hlutverka og menningarheima samfélags eða skóla annars vegar (meirihlutamenningar) og heimilis (eigin menningar) hins vegar (Bhatti, 1999; Brooker, 2002; Hall, 1995; Hanna Ragnarsdóttir, 2008). Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn þróa með sér nokkurs konar menningarblöndu (e. hybrid identity) (Suárez-Orozco og Suárez-Orozco, 2001) við aðlögun að nýju samfélagi. Í menningarblöndu felst að smíða tengingar milli eigin menningar og meirihlutamenningar nýja samfélagsins og öðlast færni tveggja menningarheima (Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2007). Nýjar rannsóknir og skrif fræði- manna benda þó til þess að þróun menningarlegrar sjálfsmyndar ungra innflytjenda í nútímasamfélögum tengist mun fleiri þáttum en menningarheimunum tveimur, þ.e. eigin menningu og meirihlutamenningu. Singh og Doherty (2008) velta því m.a. fyrir sér hvernig ungt fólk sem flytur milli landa sækir í fjölbreytta menningu og tungumál er það mótar sjálfsmynd sína. Að mati Popkewitz og Rizvi (2009) er líf einstaklinga nú tengt menningu ýmissa og jafnvel fjarlægra landa með margvíslegum hætti. Hnatt- ræn samskipti hafi rofið hin hefðbundnu tengsl svæðis og sjálfsmyndar. Sjálfsmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.