Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 82

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201182 horft Um öxl Þegar leikskólakennararnir ræddu um þetta atvik gáfu þeir þá skýringu að þessi strákur hefði byrjað leikskóladvölina illa með því að bíta hin börnin og þó að þeir hefðu í samstarfi við foreldrana náð að leysa málið farsællega hefði drengurinn orðið blóraböggull og honum verið kennt um flest sem miður fór. Þeir ræddu líka um þann möguleika að stúlkurnar hefðu haft hvetjandi áhrif hver á aðra, þ.e. þegar ein fór að segja sögur af strákunum hefðu hinar munað eftir öðrum. Í huga leikskólakennaranna var þetta ekki sérstaklega erfitt eða árásargjarnt barn. Í hinum leikskólanum var áberandi hversu mörg barnanna minntust hvíldarinnar sem leiðinda. Fyrir sum börnin var þetta biðtími þar sem þau gátu hvorki hvílt sig né sofið. Í dæminu hér að neðan ræða þrjár stúlkur hvíldina, tilganginn með henni og hvernig þær litu öðruvísi á hana þegar þær voru yngri. Anna: Mér fannst mjög leiðinlegt í hvíld. R.: Er það? Hvað var leiðinlegt í hvíldinni? Anna: Ég gat aldrei sofnað í hvíldinni. Sara: Ekki ég heldur. Ég teldi bara upp á tvöhundruð eða hundrað eða eitthvað. R.: En átti maður að sofna? Kristín: Nei. Maður gat sofnað. R.: Já. Anna: Þetta var bara svona – eitthvað svona fyrir leikskólakennarann. … R.: Ert þú sammála því að það hafi verið leiðinlegt að fara í hvíld? Kristín: Skítleiðinlegt að vera í hvíld. R.: Einmitt. Anna: En litlu krakkarnir elska það. R.: Já. En þið voruð einu sinni litlar í leikskólanum. Kristín: Ja-há. Anna: Þá svaf ég eins og lítill engill. R.: Er það? Var þá gaman að vera í hvíld? Anna: Já. Út af því að þá gátum við, þú veist. Þá skildum við eiginlega ekki neitt. Kennaranum í þessum leikskóla var nokkuð brugðið að heyra hvernig börnin töluðu um hvíldina og sagði að þetta væri ekki eins og hvíldin væri hugsuð eða eins og hún hefði upplifað þetta. „Það á að vera notalegt að slaka á og þú mátt alveg hreyfa þig.“ Í tengslum við þessa reynslu barnanna ræddu leikskólakennararnir um að á síðasta ári barnanna í leikskólanum þyrftu þau e.t.v. ekki á eins miklum hvíldartíma að halda og þegar þau voru yngri. Einn þeirra sagði: „Þetta segir manni svolítið um hvíldina, þegar þau eru orðin svona gömul þurfa þau kannski ekki að leggjast niður.“ Það sem börnin lærðu í leikskólanum og kom að gagni í grunnskólanum Börnin töluðu um fjölbreytta hluti sem þau hefðu gert í leikskólanum; þau hefðu leikið sér, gert tilraunir, búið til pappír o.fl. En þegar þau voru spurð hvað þau hefðu lært í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.