Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 84

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 84
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201184 horft Um öxl Á svipaðan hátt töluðu Steinunn og Fríða þegar þær ræddu um það sem þær hefðu lært sem hefði komið að gagni í grunnskólanum. Þær nefndu að þær hefðu lært að haga sér á réttan hátt og lært að lesa og skrifa. R.: Hverju voruð þið búnar að æfa ykkur í? Steinunn: Að rétta upp hönd og bíða. R.: Já? Fríða: Já, og við vorum líka búnar að æfa okkur svona smá að lesa og reikna. Á síðasta ári barnanna í leikskólanum höfðu þau tekið þátt í ýmsum viðburðum sem höfðu það að markmiði að tengja skólastigin. Þau höfðu farið í heimsóknir í grunn- skólann og annar leikskólinn hafði sérstaka dagskrá fyrir elstu börnin einu sinni í viku. Þar var áhersla á kennarastýrð verkefni en ekki leik auk þess sem vettvangs- ferðir voru mikilvægur þáttur í skipulagi verkefna fyrir elstu börnin. Hinn leikskólinn var með aldursskiptar deildir svo elstu börnin voru alltaf saman í hóp. Leikskóla- kennararnir í þeim skóla töldu hlutverk sitt ekki vera að undirbúa börnin sérstaklega fyrir grunnskólann og sögðu að meginmarkmið leikskólans væri að vinna með sam- skipti og félagslega þætti. umræða Markmið rannsóknarinnar var kanna hvernig grunnskólabörn minntust leikskóla- dvalarinnar og hvaða þætti þau teldu að hefðu undirbúið sig best fyrir grunnskólann. Þar sem sjónarmið barnanna voru könnuð fljótlega eftir að þau luku leikskóladvölinni og eftir að þau höfðu fengið reynslu af því að vera í grunnskóla í nokkurn tíma höfðu þau samanburð. Rannsóknin byggðist á viðhorfi til barna sem sterkra og hæfra þátt- takenda og þeirri trú að hlusta beri á raddir barna og taka þær alvarlega (Christensen og James, 2000; Clark og Moss, 2001; Corsaro, 1997; James og Prout, 1997; Mayall, 2000; Qvortrup, 1994). Til að fá fram sjónarmið barnanna voru hópviðtöl og teikn- ingar barnanna notuð sem aðferðir við gagnaöflun. Fyrrverandi leikskólakennarar barnanna voru meðrannsakendur og tóku viðtölin við börnin. Jafnframt var leitað eftir sjónarmiðum þeirra, pælingum og viðbrögðum við samræðum barnanna. Börnin voru áhugasöm um að taka þátt í að ræða um liðna tíma og teikna myndir úr leikskólanum. Þátttaka leikskólakennaranna gæti hafa átt sinn þátt í því hversu áhugasöm þau voru, því þeim fannst flestum spennandi að hitta gamla leikskólakenn- arann sinn aftur. Viðtölin voru því ánægjulegir endurfundir þar sem börnin rifjuðu upp atburði úr leikskólanum og minntu hvert annað á. Af því að leikskólakennararnir þekktu börnin og leikskólann áttu þeir auðvelt með að bregðast við því sem börnin ræddu um. Í samstarfi við leikskólakennarana mótuðu börnin merkingu og endur- sköpuðu reynslu sína af leikskólanum. Rannsóknin sýnir að viðtölin við börnin í hóp, þar sem þau sátu saman að teikna myndir frá leikskólanum, voru félagsleg upplifun. Kostir hópviðtala geta hins vegar snúist upp í andhverfu sína ef ákveðin umræðuefni verða ríkjandi og önnur gleymast eins og leikskólakennararnir bentu á þegar nokkrar stúlkur rifjuðu upp árekstra við einn drenginn og annað féll í skuggann. Hafa ber
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.