Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 112

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 112
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011112 „mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“ og vinna með fólkinu þar hafa opnað augu sín enn frekar fyrir erfiðum aðstæðum þess og hvatt sig enn frekar til að leggja sitt af mörkum í réttindamálum fólks. Á svipuðum nótum kemur fram í rannsóknum Youniss og félaga (Reinders og Youn- iss, 2006; Youniss og Yates, 1997) að ungmenni, sem voru í beinum tengslum við þá sem nutu hjálpar í sjálfboðaliðastarfi og kynntust jafnvel erfiðum aðstæðum fólks, tjáðu ríkari samkennd með fólki og von um réttlátara samfélag. Um leið upplifðu þau framlag sitt þýðingarmeira. Sjá má merki um svipaðar niðurstöður í megindlegum rannsóknum, en þær byggjast á svörum mun eldri þátttakenda (Lundy, 2007; Taylor og Pancer, 2007). Ábyrgðarkennd ungmennanna er jafnframt áberandi. Hún kemur fram bæði í því að þau vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins, sem svipar til niðurstöðu Youniss og Yates (1997), og því að þau vilja vera góðar fyrirmyndir sér yngri börnum og ung- mennum. Í tengslum við samfélagslegan ávinning er óhætt að segja að markmið ungmenn- anna í sjálfboðaliðastörfunum einkennist af umbótavilja. öll nefna þau mikilvægi þess að þau, sem ungt fólk, séu virk og láti rödd sína heyrast til að hafa áhrif til góðs. Nokkur þeirra tilgreina jafnframt hve mikilvægt sé að kynna öðrum reynslu sína af sjálfboðaliðastörfum og hafa gert það með fyrirlestrahaldi. Það sem aðgreinir helst sjónarmið ungmennanna er breidd markmiða þeirra. Þau spanna allt frá því að snúa að tilteknum verkefnum í nærsamfélagi og tengjast líðandi stund til þess að vera heildstæðari og tengjast umbótum í hinum stóra heimi í nútíð og framtíð. Persónulegur ávinningur ungmennanna af sjálfboðaliðastarfinu lýtur að tæki- færum til að styrkja sjálfstraust sitt og njóta félagsskapar. Í rannsóknum á sjálfboða- liðastarfi háskólanema hafa þeir einnig nefnt að þeim finnist sjálfstraust þeirra hafa aukist með þátttökunni (t.d. Taylor og Pancer, 2007). Jafnframt koma þau öll inn á félagshæfni og nefna mismunandi atriði innan þess ramma. Sum segjast hafa eflt sam- skiptahæfni sína (lært mikið í mannlegum samskiptum, styrkt sig í samvinnu, þjálfast í að leysa ágreining) en önnur koma inn á siðferðilega þætti (læra um heiðarleika, sýna öðrum virðingu). Þá segja þau eldri úr hópi ungmennanna að sjálfboðaliðastarfið kalli á víðsýni, að sjá hlutina frá hinum ýmsu sjónarhornum. Eitt þeirra, Helga, sem vinnur að því að koma málefnum ungs fólks á framfæri, leggur sérstaka áherslu á að starfið efli gagn- rýna hugsun. Síðast en ekki síst tala þau öll um hvað þátttakan sé skemmtileg og að góðar stundir fylgi starfinu. öll ungmennin vilja halda áfram að sinna sjálfboðaliðastarfi á lífsleið sinni. Nokkur þeirra tengja reynslu sína framtíðaráformum. Eitt þeirra hyggst verða blaðamaður og skrifa um mannréttindi, annað stefnir á háskólanám í sálfræði og vonast til að geta tengt framtíðarstarfið sjálfboðaliðaþátttöku og það þriðja stefnir á háskólanám með áherslu á félags- og stjórnmálafræði. Líkur benda til að þau muni framfylgja hugsun sinni; rannsóknir (t.d. Astin o.fl., 1999; Hart o.fl., 2007) benda til að sjálfboðaliðastarf og samfélagsþjónustunám hafi gott forspárgildi um frekara sjálfboðaliðastarf. Ungmennin taka sjálfboðaliðastarf sitt alvarlega og fást við þýðingarmikil verkefni. Sum þeirra snúa að vinnu með fáa einstaklinga í nærumhverfi en önnur að fleirum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.