Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 7
Inngangur
Ragnar Ragnarsson, rít-
stjóri árbókar VFÍ/TFÍ
Árbók sú sem hér lítur dagsins ljós er hin áttunda í röðinni. Verkfræð-
ingafélag Islands stóð eitt að útgáfu árbókarinnar fyrstu sex árin,
en í fyrra varð að samkomulagi að Tæknifræðingafélag Islands
kæmi að útgáfu sjöundu árbókarinnar. Sú árbók var gefin út í
tveimur bindum, þar sem talið var að með tilkomu tæknifræðing-
anna yrði bókin ekki meðfærileg í einu hefti. í fyrra bindinu, sem
var rúmlega 200 síður, voru aðeins tekin fyrir félagsmál. I seinna
bindinu, sem einnig var rúmlega 200 síður, voru tækniannáll,
kynningar stofnana og tækni- og vísindagreinar.
Fram komu áhyggjur þess efnis að útgáfustarfsemi félaganna
væri að verða þeim fjárhagslega um megn. Útgáfukostnaður ár-
bókar í tveimur bindum er óhjákvæmilega meiri en í einu bindi.
Snemma á árinu 1996 var talið nauðsynlegt að yfirfara útgáfumál
félaganna í heild og skerpa línur annars vegar milli fréttablaðsins Verktækni, sem er gefið út
af Stéttarfélagi verkfræðinga auk VFI og TFÍ, og árbókar hins vegar. Um áramótin 1994/1995
lauk þátttöku VFÍ og TFÍ í útgáfu tímaritsins Arkitektúr, verktækni og skipulag. Útgáfu frétta-
blaðsins VT-frétta var hætt vorið 1995 og útgáfa Verktækni hófst haustið eftir.
Útgáfunefnd var falið að móta tillögur um fyrirkomulag og efnistök með hliðsjón af hin-
um nýju forsendum í útgáfumálum félaganna. Menn urðu sammála um að gæta hófs, en eðli-
legt var talið að talsverðu fé yrði varið til útgáfumála svo þau yrðu félögunum til sóma. Rétt
þótti að halda áfram að gefa út Verktækni að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í mánuði yfir
vetrartímann. Við það sparast póstkostnaður þar sem í blaðinu eru birtar tilkynningar til fé-
lagsmanna um fundi, ráðstefnur og fleira. Ákveðið var að gefa árbókina út í einu bindi, eins
og áður hafði verið gert, í stað tveggja og halda stærð hennar innan hæfdegra marka. Stefnt
var að því að blaðsíðufjöldi bókarinnar færi ekki mikið yfir 300 síður.
Birgir Jónsson verkfræðingur, sem var ritstjóri árbókarinnar fyrstu sex árin, mótaði á þeim
árum allt efnisval og efnistök þannig að eftirmönnum hans á síðasta ári, þeim Guðmundi G.
Þórarinssyni og Guðleifi M. Kristmundssyni verkfræðingum, þótti ekki árennilegt að breyta
þar miklu. Ritstjóri þessarar árbókar hefur verið sama sinnis.
Hugmyndir voru uppi um að skera verulega niður kaflann um félagsmál, jafnvel í örfáa
tugi síðna, til að minnka umfang bókarinnar. Þegar á reyndi var ógerlegt að gera í svo stuttu
máli viðunandi skil jafn blómlegu félagslífi og er í félögum verkfræðinga og tæknifræðinga.
Þó tókst að stytta kaflann um félagsmál það mikið að hann er nú aðeins um 140 síður í stað
rúmlega 200 árið áður, þrátt fyrir að í honum sé umfjöllun um ráðstefnur sem haldnar voru á
vegum félaganna og fundargerðir aðalfunda. Fram til þessa hefur ekki verið gerð grein fyrir
ráðstefnum þrátt fyrir að þær séu stór þáttur í félagsstarfinu og líklega það sem mesta athygli