Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 282
280 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
um sökum er erfitt að afla upplýsinga um hrörnun og nauðsynlega viðhaldstíðni efnis öðruvísi
en með því að fylgjast með einhverjum fjölda sýna af efninu í nægjanlega langan tíma þannig
að hrörnunarferillinn í gefnu umhverfi sé þekktur. Þar sem tjöldi efna hefur hrörnunarferil
sem er talinn í tugum ára þá er þetta seinleg aðferð en nauðsynleg ef gefa á einstökum not-
endum hugmynd um efnisgæði og heildarkostnað við notkun efnisins. Þjóðarheildin þarfnast
einnig upplýsinga um viðhaldsþörf og kostnað sem af henni hlýst á stærstu eign sinni sem eru
mannvirki ýmiss konar. Þessi eign í húsum er samkvæmt fasteignamati metin á tæpa 900
milljarða og gera má ráð fyrir að kostnaður við endurbyggingu þessara eigna sé ekki undir
2000 milljörðum.
Til öflunar upplýsinga sem geta gefið möguleika á að skilgreina ástand og viðhaldsþörf
húsa í heild má fara einfaldari og hraðvirkari leið en að framan er getið fyrir einstök efni. Með
skoðun á stóru úrtaki húsa þar sem metið er ástand hvers byggingarhluta og einstakra bygg-
ingarefna má afla upplýsinga um endingu efnanna, að teknu tillit til þess viðhalds sem efnin
hafa fengið. Með þekkingu á einstökum efnum og því hvaða viðhald tíðkast gefa niðurstöður
slfkrar könnunar einnig óbeinar upplýsingar um hrörnunarhraða einstakra efna.
3. Ástand og viðhaldsþörf húsa
Hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins er í gangi rannsóknarverkefni á þessu sviði og er
verkefnið styrkt af Rannsóknarráði Islands og Húsnæðisstofnun, verkefnisheitið er „Ástand
og viðhaldsþörf húsa“. I verkefninu var valið slembiúrtak húsa á Reykjavíkursvæðinu þannig
að úrtakið endurspegli eðlilega tegundaskiptingu húsa (sérbýli, fjölbýli, atvinnuhúsnæði og
annað húsnæði) og aldursdreifingu þeirra, skipt á 10 ára tímabil. Þar sem hús í hverjum teg-
undarflokki eru innbyrðis svipuð að gerð og uppbyggingu, sérstaklega þegar litið er til 10 ára
tímabils í senn, þá var talið nægjanlegt að skoða mjög takmarkaðan fjölda húsa til að fá nægar
upplýsingar um ástand þeirra. Af þessum ástæðum, en einnig með tilliti til kostnaðar, var úr-
takið valið þannig að um 1% húsa yrði skoðað í hverjum flokki, þannig fékkst 250 húsa úrtak.
Af þeim voru skoðuð, að utanverðu, 214 hús á Reykjavíkursvæðinu. Lagt var mat á ástand
ákveðinna byggingarefna og byggingarhluta auk þess sem þörf fyrir viðhald var metin. Jafn-
framt var leitað til húseigenda varðandi viðhaldssögu húsanna að utan sem innan auk mats
þeirra á ástandi ýmissa efna innanhúss. Niðurstöður verkefnisins gera m.a. kleift að meta
ástand bygginga í Reykjavík og viðhaldsþörf þeirra en einnig má lesa ýmsar upplýsingar um
nauðsynlega viðhaldstíðni og ástand almennt. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu
niðurstöðum þessa rannsóknaverkefnis varðandi mat á ástandi viðarglugga þar sem niðurstöð-
ur verða ræddar með hliðsjón af framangreindum skilgreiningum.
Skoðun húsanna í umræddu verkefni var nánast einvörðungu sjónskoðun þar sem mat
byggist á matslykli fyrireinstök efni. Matslykillinn lýsir annars vegar ástandi undirlagsefnis,
t.d. timburs, og hins vegar ástandi yfirborðsmeðhöndlunar, t.d. málningar. Matslykillinn
byggir á efnisfræði einstakra efna og varðandi timbur gildir þá sérstaklega eftirfarandi:
Timbur er lífrænt, rakadrægt efni sem getur brotnað niður vegna áhrifa umhverfis, skor-
dýra og örvera, auk þess sem efnið tekur miklum rakahreyfingum. Sólarljós brýtur viðinn nið-
ur og rakabreytingum fylgir hætta á sprungumyndun í honum, aukinni vatnsupptöku og fúa.
Til þess að tryggja góða efniseiginleika limburs skiptir miklu máli að draga úr hættu á hrörnun