Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 12
10 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
Skýrsla formanns VFI 10
band við fulltrúa og félagsmenn VFI úr tíu fyrstu árgöngunum og leitað eftir aðstoð þeirra.
Send voru út 86 bréf til þeirra sem standa utan félags og útskrifaðir voru á þessu tímabili. I
framhaldi höfðu bekkjarfulltrúar samband við viðkomandi. Lítil sem engin viðbrögð eru
sjáanleg enn sem komið er.
Menntunarmál verkfræðinga: Mikið starf hefur verið unnið í menntunarmálum Verkfræð-
ingafélagsins. Eins og greint var frá á aðalfundi í fyrra gáfu VFÍ og TFÍ út sameiginlega
stefnu í menntunarmálum verkfræðinga og tæknifræðinga. I framhaldi af því skipaði mennta-
málaráðherra nefnd með fulltrúum VFI, TFÍ, HÍ, TÍ og ráðuneytisins. Nefndin fundar viku-
lega og á að skila tillögum að nýrri skipan tæknináms á háskólastigi haustið 1996.
í skýrslu menntamálanefndar hér á eftir er að finna ítarlega lýsingu á því sem gerst hefur
í þessum málum og verður því ekki lýst nánar hér.
Endurmenntunarmál verkfræðinga og tæknifræðinga: Verkfræðingafélag Islands og
Tæknifræðingafélag Islands skipuðu sameiginlega nefnd sem falið var að vinna tillögur að
endurmenntunarmálum verkfræðinga og tæknifræðinga. Tillögur nefndarinnar voru sam-
þykktar af stjórnum VFI og TFÍ sem stefna félaganna í endurmenntunarmálum tæknifræðinga
og verkfræðinga. Kjarni þeirrar stefnu er að tryggja að tæknimenn eigi kost á að stunda vel
skipulagða símenntun. Sameiginleg nefnd VFÍ, TFI og SV vinnur nú að því að framfylgja
þessari nýju stefnu félaganna í endurmenntunarmálum verkfræðinga og tæknifræðinga.
Útgáfumál: VFÍ og TFÍ hafa um árabil gefið út fréttabréf í sameiningu. SV gaf út fréttabréf
og sama gerði FRV og LVFÍ þegar þörf var á. Hugmyndir um sameiginlega útgáfu hafa oft
komið til tals, en ekkert orðið úr þeim fyrr en nú, að Stéttarfélag verkfræðinga óskaði eftir að
koma inn í útgáfu fréttabréfs VFI og TFÍ. Af þvf tilefni var útgáfa blaðsins tekin til
endurskoðunar.
Akveðið var að hefja samstarf þessara þriggja aðila og gefa út sameiginlegt fréttablað
undir heitinu Verktækni og gefa það út hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann. Gerður var sam-
starfssamningur og ráðinn ritstjóri, Sigrún Hafstein, sem ber ábyrgð á verkinu. Fyrsta tölublað
kom út í september I995. VFÍ, TFÍ og SV gefa blaðið út og deila með sér kostnaði, en FRV
og lífeyrissjóðir verkfræðinga og tæknifræðinga styrkja útgáfuna. Kostnaður hefur farið fram
úr áætlun, en þar er aðallega um að kenna minni tekjum af auglýsingum og prentverk varð
dýrara en gert var ráð fyrir. Samningurinn gildir út starfsárið og verður endurskoðaður þá, sjá
nánar ársuppgjör Verktækni og skýrslu útgáfunefndar VFÍ og TFÍ.
TFÍ gekk til samstarfs við VFÍ um útgáfu Árbókar og því varð bókin meiri að umfangi en
hin fyrri ár. Ákveðið var að gefa bókina út í tveimur hlutum. í fyrri hlutanum, sem félagsmenn
hafa fengið, er greint frá félagsstarfinu og nýir félagsmenn kynntir. í síðari hlutanum verða
ritrýndar greinar auk tækni- og vísindagreina eins og verið hefur.
Stjórn VFÍ hefur af því nokkrar áhyggjur að útgáfustarfsemi félagsins sé að verða því fjár-
hagslega um megn og jafnframt hætta á að takmörkuðum auglýsingamarkaði félaganna verði
ofgert. Stjórn VFI hefur nokkuð fjallað um útgáfumál félaganna á síðustu stjórnarfundum.
Það er skoðun stjórnarinnar að nauðsynlegt sé að yfirfara útgáfumálin í heild og skerpa línur
milli útgáfu fréttablaðs annars vegar og útgáfu Árbókarinnar hins vegar. Kæmi þá einkum til
álita að fréttablaðið sinnti fyrst og fremst fréttaflutningi og dægurmálum, en Árbókin eða