Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 179
Tækniannáll 177
legrar skýrslu um ástand flugvallarins. I framhaldi af þessu verkefni gerði verkfræðistofan úi-
tekt á þeim kostum, sem til greina kæmu við endurbætur á flugvellinum. Um er að ræða ýmsa
framkvæmdakosti, sem voru taldir kosta á bilinu frá 1-1,5 milljarði króna á verðlagi ársins
1995. Eftir nokkrar umræður var samdóma álit Flugmálastjórnar, Flugráðs og samgönguráðu-
neytis að besti kosturinn væri sá að endurnýja flugbrautirnar með því að endurbyggja þær á
fastri undirstöðu. Þetta hefur í för með sér veruleg jarðvegsskipti, en tryggir hins vegar
stöðugleika flugbrautanna til framtíðar. Kostnaður við þennan kost var talinn vera rúmur
1,200 milljarður króna á verðlagi ársins 1995.
I framhaldi af þessari ákvörðun fór af stað formlegt samstarf flugmálayfirvalda og
Reykjavíkurborgar til að fara yfir alla þætti þessarar framkvæmdar. Sett hefur verið í gang
vinna við frummat, auk þess sem ráðist hefur verið í ýmsar athuganir á flugvellinum og flug-
umferðinni. Má þar til nefna úttekt á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar, hávaðarannsóknir, hag-
ræna úttekt á mikilvægi flugvallarins og athuganir á gróðurfari, fuglalífi og fornminjum. Gert
er ráð fyrir að þessum þáttum verði lokið fyrir árslok 1996, þannig að útboð og annar undir-
búningur fyrsta áfanga framkvæmdanna geti hafist.
6.3.2 Uppbygging tæknibúnaðar og kerfa
Nýja llugstjórnarmiðstöðin var tekin í notkun í byrjun júlí 1996 og þar með náðist mikilvægur
áfangi í þróun þeirra kerfa, sem rekstur flugumferðarþjónustunnar byggist á. Þá var lokið
mikilvægum áfanga í þróun ratsjárvinnslukerfisins, sem hefur verið þróað hér á landi undan-
farinn áratug. Flugmálastjórn tók við fjarskiptastjórnkerfi úr hendi bandaríska verktakans í
lok vetrar, en eftir því hafði verið beðið með talsverðri eftirvæntingu. Fluggagnavinnslukerf-
ið, sem er framleitt í Kanada, var flutt að hluta til landsins vorið 1996 og hófust lokaprófanir
skömmu síðar. Búist er við að þessum prófunum verði endanlega lokið á árinu 1996. Þetta
kerfi verður hins vegar ekki tekið í notkun fyrr en á seinni hluta ársins 1997, þar sem tenging
þess við fjarskiptarásir og nærliggjandi flugstjórnarmiðstöðvar er flókið verkefni, sem mun
taka alllangan tíma.
Auk ofangreindra kerfa fyrir flugstjórnarmiðstöðina hefur Flugmálastjórn unnið að því að
nýta GPS staðsetningarkerfið til flugleiðsögu hér á landi. Mælingum á þessu kerfi hefur verið
haldið áfram með því að safna ítarlegum upplýsingum um eiginleika og eðli þess. Jafnframt
hefur verið unnið að því að undirbúa útgáfu á GPS hnitum fyrir leiðarflug og aðflug á
flugvöllum landsins. Er búist við að fyrstu aðflugskort, þar sem gert er ráð fyrir GPS kerfinu,
verði gefin út í byrjun ársins 1997. Jafnframt hefur verið gerður samningur við bandarísku
flugmálastjórnina um samvinnu á sviði GPS, einkum vegna svonefnds Wide Area Augmen-
tation kerfis (WAAS). Gert er ráð fyrir að vinna við þetta verkefni hefjist fyrir lok ársins 1996.
Til viðbótar ofangreindum verkefnum hefur Flugmálastjórn unnið að uppsetningu ýmiss
hefðbundins búnaðar og kerfa. Þannig hefur rafeindabúnaður í blindlendingarkerfum á Kefla-
víkurflugvelli verið endurnýjaður, komið hefur verið upp nýjum flugleiðsöguvita í Selárdal
og unnið að endurbótum á ljósabúnaði á mörgum flugvöllum landsins. Þá hefur á undanförn-
um árum verið unnið að endurbótum á veðurmælibúnaði og útsendingu verðurgagna til flug-
manna. Helsta átaksverkefnið á þessu sviði verður að koma upp gagnaneti fyrir flugupp-
lýsingar, sem nota má til að dreifa hvers konar ilugupplýsingum milli flugvalla innanlands og
til samskipta við erlendar llugstjórnarmiðstöðvar.