Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 160
158 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
Hitaveitur
73,7%
Snjóbræðsla 1,7%
Sundlaugar
4,5%
Iðnaður
9,1%
Gróðurhús 3,8%
Fiskeldi 2,9%
Raforkuframleiðsla
4,3%
Mynd 8 Notorka jarðhita 1994 (alls 22,1 Petajoule).
Heimild: Orkustofnun.
4.2 Vinnsla og notkun
raforku
Heildarvinnsla raforku og notkun
að töpum meðtöldurn nam 4977
GWh árið 1995 og jókst um
4,3% frá 1994. Almenn raforku-
notkun jókst um 4,7%. Sú notk-
un er ávallt nokkuð háð hita-
stigi sem er síbreytilegt frá ári
til árs. Til að fá sambærilegar
notkunartölur um almenna raf-
orkunotkun þarf því að leiðrétta
fyrir fráviki árshitans frá
meðallagi hans til langs tíma.
Sé það gert óx almenna notkun-
in, með töpum, um 4,3% í stað
4,7%.
4.3 Nýting jarðhita
íslendingar eiga miklar náttúruauðlindir þar sem jarðhitinn er og rnikils virði er að eiga aðgang
að þessari ódýru og umhverfisvænu orkulind. Allt frá því fyrst var farið að nýta jarðhita í
smáum stíl til upphitunar á fyrstu tugum aldarinnar hefur notkunin vaxið jafnt og þétt með auk-
inni reynslu og bættri tækni. Utanaðkomandi öl'l hafa á köfluni haft nokkur áhrif á gang mála.
Heimsstyrjöldin síðari tafði framkvæmdir við Hitaveitu Reykjavíkur um fáein ár, en olíu-
kreppumar á áttunda og níunda áratugnum hertu aftur á móti á uppbyggingu nýrra hitaveitna.
Áhrif nýtingar jarðhitans hér á landi eru mjög margvísleg og má skipta þeim í eltirfarandi
fjóra flokka:
1) Hreinan sparnað á útgjöldum til upphitunar húsa.
2) Aukin atvinnutækifæri í iðnaði, gróðurhúsarækt, ferðamannaþjónustu og í orkuiðnað-
inum sjálfum.
3) Áhrif á byggðaþróun.
4) Umhverfisverndun, m.a. með minni losun gróðurhúsalofttegunda og brennisteinssam-
banda en verið hefði með notkun fasts eða l'ljótandi eldsneytis til hitunar.
Mynd 8 sýnir hvernig jarðhitanotkunin skiptist á hina ýmsu notkunargeira. Yfirgnælandi
liður í þeim sparnaði sem af nýtingu jarðhita leiðir er húshitunin. Önnur nýting hefur ekki í
för með sér beinan peningalegan sparnað í umtalsverðum mæli, en hún hefur hins vegar ýmis
önnur mjög jákvæð áhrif í þjóðfélagslegu samhengi, t.d. til atvinnusköpunar og til verndunar
umhverfisins.
Iðnaðarnot, aðallega hjá Kísiliðjunni við Mývatn og Þörungavinnslunni á Reykhólum,
koma næst á eftir húshitun. Án jarðhitans væri hvorugt þessara fyrirtækja til og því ekki um
neinn beinan sparnað að ræða í sama skilningi og í húshituninni. Gróðurhúsaræktun og snjó-
bræðsla væri ekki til staðar ef jarðhitans nýti ekki við.