Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 178
176 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
Grindavík: Haldið var áfram byggingu stálþilsbryggju við Eyjabakka. Boðnar voru úl fram-
kvæmdir við 4.400 m2 steypuþekju og vatns- og raflagnir í bryggjuna. Kostnaður við þetta var
33 m.kr. Verktaki við steypuþekju var Hjalti Guðnrundsson, við raflagnir Hörður Helgason.
Hafinn var undirbúningur að dýpkun hafnarinnar og verkið boðið út. Kostnaður við ný-
framkvæmdir í Grindavík var alls 40 m.kr.
Reykjanesbær: Lokið var við að ramma 150 m langan stálþilsbakka í Helguvík og steypa
kantbita á þilið. Kostnaður á árinu var 25 m.kr. Verktaki var Hagtak hf. Boðin var út grjótvörn
við aðalhafnargarðinn í Keflavík. Unnið var fyrir 25 m.kr. á árinu. Verktaki var S.E.E.S. hf.
6.3 Flugmál
6.3.1 Mannvirkjagerð
Sumarið 1995 var hafist handa við að klæða flugbrautirnar á Patreksfirði og Bíldudal bundnu
slitlagi, en efnið í þessar framkvæmdir hafði verið unnið árið áður. Jafnframt var unnið að því
að leggja klæðningu á flugbrautina á Sauðárkróki og var öllum þessum verkefnum lokið fyrir
lok sumarsins. Jafnframt var gengið frá Hughlöðum og bílastæðum með sama hætti. Með
þessum klæðningarframkvæmdum var lokið við að setja bundið slitlag á allar flugbrautir á
landinu, þar sem áætlunarflug er stundað með Fokker 50 flugvélum, að Þingeyrarflugvelli
undanskildum.
Á árinu 1995 var haldið áfram framkvæmdum við Homafjarðarflugvöll, sem felast í að
lengja ílugbrautina upp í 1500 metra og að ganga frá öryggissvæðum. Þessum framkvæmdum
verður hins vegar ekki lokið fyrr en á árinu 1997, þegar bundið slitlag verður sett á framleng-
inguna, auk þess sem sett verður nýtt yllrlag á eldri hlutann og hann breikkaður í fulla 30 metra.
Vorið 1996 var ráðist í malbikun flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli, sem var breikkuð
í 45 metra, auk þess sem eldra malbikið var endurnýjað. Þessi framkvæmd gekk bæði hratt
og vel og var lokið á innan við tveim mánuðum. Var flugbrautinni haldið opinni allan tímann
fyrir innanlandsflug, sem gat látið sér nægja hálfa lengd brautarinnar. Auk þessarar fram-
kvæmdar var lokið við nýja viðbyggingu við flugstöðina og var hún tekin í notkun. Þar með
fluttust farþegainnritun, skrifstofur flugrekenda og starfsmannaaðstaða í nýju bygginguna. Þá
var hafist handa um breytingar á eldri hluta flugstöðvarinnar. Var innréttaður nýr komusalur
í norðurhluta byggingarinnar og var hann tekinn í notkun í sumarlok.
Þá var lokið byggingu nýrrar flugstöðvar á Þórshafnarnugvelli og var hún tekin formlega
í notkun í lok júlí. Ráðist var í að leggja bundið slitlag á flugbrautina við Reykjahlíð við Mý-
vatn, en hún hafði verið lengd í 1000 metra á undangengnu sumri, 1995. Þessari framkvæmd
var lokið á einni viku og þótti hafa tekist vel til.
Auk ofangreindra framkvæmda var unnið að ýmsum byggingarverkefnum á flugvöllum lands-
ins. Þar má geta stækkunar tækjageymslu á ísafirði, lokaáfanga við lækjageymslu á Sauðár-
króki og cnn eins áfanga í endurnýjun flugstöðvarinnar á Egilsstöðum. Var gengið frá inn-
réttingu á veitingaaðstöðu og biðrými fyrir farþega á efri hæð flugstöðvarinnar. Eftir að lokið
verður við endurbætur á neðri hæðinni eykst til muna það rými, sem ætlað er til afgreiðslu
farþega í þessari llugstöð.
Sumarið 1993 hófst skipuleg athugun á ástandi Reykjavíkurflugvallar. Almenna verk-
fræðistofan, sem hefur haft veg og vanda af þessu verki, lauk því vorið 1995 með útgál'u ítar-