Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 158
156 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
2.11 Viðskiptajöfnuður
Viðskiptajöfnuðurinn á síðasta ári var hagstæður um 4,l milljarða króna samkvæmt áætlun,
sem svarar til 0,9% af landsframleiðslu. Þetta er talsvert minni afgangur en árið 1994 þegar
viðskiptin við útlönd skiluðu afgangi sent nam 2,l% af landsframleiðslu. Ástæður minni af-
gangs í fyrra má aðallega rekja til minni afgangs í vöruviðskiptum. Á síðasta ári var vöru-
skiptajöfnuðurinn jákvæður um 13,6 milljarða króna samanborið við 19,7 milljarða afgang
árið áður. Áætlað er að þjónustujöfnuður án þáttatekna, það er að segja vextir og laun til og
frá útlöndum, hafi verið jákvæður um 2 milljarða króna og jöfnuður þáttatekna neikvæður um
11,5 milljarð.
3. Byggingamál
3.1 Húsnæðisstofnun ríkisins
Lánveitingar: Lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins til húsnæðismála á árinu 1995 námu
16.535 milljónum króna, til byggingar eða kaupa á samtals 6.322 fbúðum. Lánveitingar þessar
voru annars vegar fólgnar í kaupum á fasteignaverðbréfum, að fjárhæð 12.511 milljónir
króna, sem goldið var fyrir með húsbréfum. Hins vegar voru þær í veitingu venjulegra pen-
ingalána, er námu 3.639 milljónum króna úr Byggingarsjóði verkamanna og 62 milljónum
króna úr Byggingarsjóði rfkisins. Fjárstreymi til stofnunarinnar nam samtals 33.801 miljón-
um króna á árinu 1995 og heildarútlán 183,7 milljörðum króna. Halli á rekstri Byggingarsjóðs
ríkisins nam 183 milljónum króna og halli á rekstri Byggingarsjóðs verkamanna 1.220
milljónum króna.
Ihugunarefni er hversu illa þessir sjóðir standa. Ástæður þess eru margar, en að sjálfsögðu
eru það stjórnvöld sem ráða ferðinni. Húsnæðisstofnun er ein stærsta lánastofnun landsmanna
og ræður yfir miklurn fjármunum. Skuldbindingar hennar eru líka miklar og því verður hún
að standa styrkum fótum.
Kröfulýsingar: Fjöldi kröfulýsinga hjá Húsnæðisstofnun hefur aukist ár frá ári, en hann segir
til um fjölda þeirra nauðungarsala sem fram fara þar sem Húsnæðisstofnun hefur hagsmuna
að gæta. Á árinu I995 voru þær 628 talsins, sem er aukning um I6% frá árinu á undan. Fjöldi
nauðungarsala sem stofnunin þurfti að undirbúa var hins vegar 1.058. Þetta samsvarar unt
fjórum kröfulýsingum á hverjum virkum degi ársins. Reykjavík og Reykjanes skera sig úr
hvað fjölda varðar, en samtals voru kröfulýsingar, sem snerta þessi tvö kjördæmi, 466 talsins
eða 68% af heildarfjölda.
3.2 Skipulag ríkisins
Hér verður gerð lítillega gerð grein fyrir hlutverki Skipulags ríkisins og skipulagsstjóra. Sam-
kvæmt 1. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, með síðari breytingum, fer umhverfisráðuneytið með
yfirstjórn skipulagsmála. Ráðuneytinu til aðstoðar eru skipulagsstjórn ríkisins og skipulags-
stjóri ríkisins.
Skipulagsstjórn ríkisins: Skipulagsstjórn l'undar að jafnaði á hálfs mánaðar fresti, þannig að
fundir eru 25-26 á ári. Aukafundir eru haldnir af og til.
Heimildir til auglýsingar: Skipulagsstjórn veitir heimildir til auglýsingar skipulagstillagna
og breytinga á skipulagi. Á árinu 1995 var m.a. heimiluð auglýsing á tillögu að svæðisskipu-