Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 29
Skýrslur fastanefnda VFI 27
Lokaorð: Árni Ragnarsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í
menntamálanefnd. Árni hefur verið ritari nefndarinnar þau átta ár sem hann hefur setið og
ritað alls 105 fundargerðir. Fyrir hönd MVFÍ þakka ég Árna fyrir mjög gefandi og ánægjulegt
samstarf á undanförnum árum. í nefndinni hefur ríkt góður staifsandi og nefndarmenn hafa
náð að vinna vel saman og koma ýmsum merkum málum áleiðis.
Að lokum vil ég þakka formanni VFI, Karli Ómari Jónssyni, og framkvæmdastjóm, svo
og framkvæmdastjóra félagsins og starfsfólki skrifstofunnar gott og ánægjulegt samstarf.
Menntamálanejhd VFI
Guöleifur M. Kristmundsson formaður
2.3 Siðanefnd VFÍ
Siðanefnd VFI var skipuð eftirtöldum mönnum: Jón Ingimarsson formaður, Oddur B. Björns-
son, Þórarinn Magnússon, Halldór Þór Halldórsson og Vífill Oddsson.
Nefndin hélt 12 fundi á starfsárinu (fundir 30-41).
Hlutverk siðanefndar er að láta í ljós álit um ætluð brot á siðareglum félagsins. Nefndin
leggur siðferðilegt mat til grundvallar þegar hún gefur álit á ágreiningsmálum og skal á það
minnt að hlutverk nefndarinnar er ekki að leita sátta milli deiluaðila.
Á fyrsta fundi starfsársins samþykkti nefndin reglur sem hún starfar eftir: „Starfsreglur
siðanefndar VFI.“ 1 reglunum er meðal annars kveðið á um hvers konar mál nefndin tekur til
umfjöllunar, móttöku erinda, trúnað við aðila máls, þ.m.t. meðferð og vörslu gagna, samskipti
við aðila máls og aðra, l'undi,.hæfi nefndarmanna, úrskurði, birtingu þeirra og loks áminning-
ar eða vítur vegna brota á siðareglum félagsins.
Á starfsárinu hefur nefndin kynnt siðareglur félagsins með greinaskrifum í Verktækni.
Framkvæmdastjórn VFÍ óskaði eftir áliti nefndarinnar í einu máli á starfsárinu.
Siðanefnd VFÍ
Ján Ingimarsson formaður
2.4 Útflutningsnefnd VFÍ
Eftirfarandi greinargerð fjallar um helstu störf útflutningsnefndar á tímabilinu febrúar 1995
til febrúar 1996. Nefndin hélt 14 fundi á tímabilinu og hefur þá haldið 71 fund frá upphafi
starfsins.
Edgar Guðmundsson varaformaður sagði af sér störfum fyrir nefndina vegna anna í maí
1995. Nefndin kaus Svavar Jónatansson í sæti varaformanns í stað Edgars.
I nefndinni eiga nú sæti: Andrés Svanbjörnsson form. (VFÍ), Svavar Jónatansson vara-
lorm. (FRV), Páll Gíslason (VFÍ), Guðjón Aðalsteinsson (SV), Gunnlaugur B. Hjartarson
(BVFÍ), Sverrir Þórhallsson (EVFÍ), Jón Hjaltalín Magnússon (VFÍ); Þórður Helgason (RVFÍ)
og Lárus Ásgeirsson (VVFÍ).
Jónas G. Jónasson, framkvæmdastjóri SV, hefur selið llesta fundi nefndarinnar á tíma-
bilinu og starfað fyrir hana samkvæmt sérstöku samkomulagi VFÍ og SV.
Á aðalfundi VFÍ í mars 1995 var útflutningsnefnd VFÍ gerð að fastanefnd í félaginu.