Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 281
Hönnun með tilliti til heiidarkostnaðar 279
spannar almennt marga áratugi þá má jafnframt vænta þess að notagildiskröfur til efna, bygg-
ingarhluta eða jafnvel heilla byggingarhluta breytist á endingartímanum. Dæmi um slíkar
breytingar geta verið vegna breyttra krafa í reglugerðum um þolhönnun (t.d. vegna jarð-
skjálfta) eða aukinna krafa um hljóðdempun eða brunaöryggi. Framangreinda þætti má
sameina og setja upp í feril. sjá línurit 2.
Skilgreiningarnar á hugtökum eru nú fyrir hendi og í vaxandi mæli er farið að nota þær í
stöðlum, m.a. er í BS 7543:1992 sýndar viðmiðunarkröfur fyrir tilskilinn endingartíma fyrir
mismunandi tegundir húsa, sjá töflu 2:
Tatta 2
Tilskilinn endingartími húsa í BS 7543:1992
Flokkur Lýsing Tilskilinn endingartími Dæmi
1 Skammtíma allt að 10 ár Skýli og bráðabirgðahús
2 Stutt Lágmark 10 ár Bráðabirgðakennslustofur, skammtíma- iðnaðarhús
3 Meðal Lágmark 30 ár Flestar iðnaðarbyggingar, umfangsmikil endurnýjun íbúðarhúsnæðis
4 Eðlileg Lágmark 60 ár Menntunar- og heilsugæsluhúsnæði, nýtt íbúðarhúsnæði
5 Löng Lágmark 120 ár Ýmiss konar opinbert húsnæði
Á sambærilegan hátt er einstökum byggingarhlutum raðað í þrjá flokka eftir væntanlegri
endingu þeirra í samanburði við endingu hússins, þ.e. auðvelt að skipta út, auðvelt að
viðhalda og loks endist húsið.
Þó svo tekist hafi samkomulag um grunnskilgreiningar á endingu og hrörnun, þá er enn
langt í það að þessir eiginleikar séu nægjanlega þekktir fyrir einstök efni. I þessu sambandi
verður að hafa í huga að ferlið er ekki einungis efnisháð heldur einnig háð notkunarsviði (get-
ur verið mismunandi eftir löndum), áraun s.s. veðurfari, og loks viðhaldsaðgerðum sem tví-
mælalaust geta verið mjög háðar aðstæðum. Augljóst má vera að fyrri tvö atriðin, notkunar-
svið og áraun, geta verið mismunandi en þetta gildir ekki síður um síðastnefnda atriðið eins
og nú skal skýrt. Iðulega eru gerðar mjög mismunandi kröfur til endingar efna og mannvirkja,
annars vegar háð tegund mannvirkis en hins vegar háð venjum (menningu), þannig gera t.d.
Bandaríkjamenn ráð fyrir mun styttri endingaitíma mannvirkja heldur en almennt tíðkast hjá
Evrópubúum. Af þessu leiðir að vilji til að viðhalda mannvirkjum er mjög mismunandi við
slíkar aðstæður og ólíkar óskir um endingu endurspeglast vitaskuld einnig í upphaflegu efnis-
vali. Þekkingar á hrörnun, endingu efna og nauðsynlegri viðhaldstíðni verður því að afla í
hverju landi fyrir sig eða jafnvel hverju héraði ef aðstæður eða venjur eru ntjög ólíkar innan
landsins. Óháð öðrum áhrifsþáttum nýtist vitaskuld þekking á grundvallareiginleikum efnis,
þ.e. almenn efnisfræði, öllum sem efnið nota.
Á notkunartíma ákveðins efnis eru eiginleikar þess háðir aldri og fyrra viðhaldi. Af þess-