Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 33
Skýrslur fastanefnda VFÍ 31
því síðan. Verk þetta er nú langt komið. Það er orðið miklu meira en fyrst var ætlað því að á
tímabilinu hafa íslendingar gengist undir ákvæði Evrópska efnahagssvæðisins um umhverfís-
mál, þ.á m. um hreinsun fráveituvatns. í þessu safni verða um 1000 hugtök. Á árinu 1995 var
byrjað að undirbúa útgáfu þess.
Vinnuhópur B: í honum voru Einar B. Pálsson, Hjörtur Þráinsson, Jens Bjarnason, Ólafur
Jensson, Ragnar Sigbjömsson og Sigurður Erlingsson. Þeir Einar og Ólafur voru því í báðum
vinnuhópum.
Vinnuhópurinn hélt 10 fundi á árinu, oftast síðdegis á föstudögum. Fundirnir voru haldnir
í húsakynnum Verkfræðistofnunar Háskóla Islands.
Vinnuhópur B vann að orðasafni um jarðskjálfta. Það á að verða síðasti kaflinn í því orða-
safni um jarðfræði, sem vinnuhópur A vann áður að. Var fjallað um 70 jarðskjálftahugtök á
árinu. Einar B. Pálsson undirbjó þetta efni. Samningu þess er næstum lokið.
Vegagerð nkisins birtir íðorðaskrár úr jarðfræðisafninu til reynslu í tímariti sínu „Vega-
mál“. Árið 1995 voru birtar þannig 4 síður (A4) af orðasafni um jarðfræði með 60 hugtökum,
en áður höfðu verið birtar 34 síður með 623 hugtökum.
Orðanefiid byggingarverkfræðinga
Einar B. Pálsson formaður
2.5.2 Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga
Störf Orðanefndar RVFÍ á starfsárinu milli aðalfunda VFÍ mótaðist einkum af þrennu: Undir-
búningi og útgáfu 5. bindis Raftækniorðasafns, þýðingum íðorða um ljósfræði í 845. kafla
alþjóða raftækniorðasafnsins,- sem IEC gefur út, og undirbúningi að útgáfu 6. bindis Raf-
tækniorðasafns.
Orðanefndin hafði hlotið styrk Menningarsjóðs til útgáfu 5. bindis Raftækniorðasafns og
ákvað að gefa bókina út á eigin vegum eftir árangurslausa leit að útgefanda.
Efni bókarinnar eru þrír kaflar IEC-safnsins: 441. kafli sem fjallar um rofbúnað, stýri-
búnað og vör, 446. kafli um rafliða og 448. kafli um vernd raforkukerfa. Bókin dregur nafn
af efninu og heitir Raftækniorðasafn 5 - Rofbúnaður, stýribúnaður og vernd raforkukerfa.
Orðanefndarmenn stunda íðorðasmíð í tómstundum sínum og hljóta ekki aðra umbun fyrir
en ánægjuna, en nokkrir nefndarmenn hafa utan vinnufunda nefndarinnar lagt fram ómældan
fjölda vinnustunda við að annast útgáfu, dreifingu og sölu þessa bindis, þar sem bókaútgáfur
treystu sér ekki til að gefa orðasafnið út.
Samið var við Prentsmiðjuna Odda um prentun og frágang bókarinnar á grundvelli til-
boðs. Samið var við útlitshönnuð um útlit bókarinnar, frumhugmyndir settar fram og mynd-
efni útvegað. Handrit með íslenskum íðorðum bókarinnar voru afhent Odda, sem sá um setn-
ingu og frágang í samræmi við venjur alþjóðasafnsins. Tölvuskráð íðorð á fjórum tungumál-
um úr fyrrnefndum köfíum í orðasafni nefndarinnar voru afhent prentsmiðjunni til að semja
upp úr stafrófsskrár. Formála og inngangsorð rituðu Bergur Jónsson og Hreinn Jónasson.
Bergur og Gísli Júlíusson lásu yfir fjöldamargar prófarkir og önnuðust öll samskipti við prent-
smiðju á vinnslutíma bókarinnar, sem varð nokkrum mánuðum lengri en áætlað var í upphafi.
Bókin kom út undir lok janúar 1996. Nefndarmenn hal'a séð um að selja bókina nokkrum stór-
um fyrirtækjum og stofnunum, en jafnframt var samið við Odda um að Bókaverslanir