Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 107
Félag ráðgjafarverkfræðinga 105
Fréttabréf: Ákveðið var að leggja af útgáfu á fréttabréfi félagsins, a.m.k. um sinn, en nýta í
staðinn Verktækni, hið nýja blað Verk- og Tæknifræðingafélaganna og Stéttarfélags verkfræð-
inga. Félagið styrkir útgáfu blaðsins með framlagi er samsvarar kostnaði við útgáfu á eigin
fréttabréfi áður, gegn því að fá þar birt efni sem varðar félagið og málefni þess.
Umsagnir: Frá síðasta aðalfundi að telja hefur verið óskað umsagnar félagsins um drög að
reglugerð um efni sem stuðla að auknum gróðurhúsaáhrifum. Óskað var ábendinga félagsins
vegna reglugerðar sem setja á um menntunarskilyrði þeirra sem heimild hafa til þess að vinna
eignaskiptayfirlýsingar skv. fjöleignarhúsalögunum. Einnig var óskað umsagnar félagsins um
drög að reglugerð um innkaup ríkisins.
Óskað var umsagnar um þingsályktunartillögu um úttekt á hávaða og hljóðmengun auk
umsagnar um tillögu um markvissar aðgerðir til þess að bæta afgreiðslu og þjónustu opinberra
stofnana við almenning og atvinnulífið. Auk þess var frumvarp um skipulags- og byggingar-
lög sent félaginu til umsagnar. Öll erindin voru tekin til efnislegrar umfjöllunar utan þings-
ályktunartillaga um úttekt á hávaða og hljóðmengun.
Samkeppni opinberra stofnana við verkfræðistofur: Stjórn félagsins hefur fjallað mikið um
þessi mál á árinu. Algengt er að opinberar stofnanir, eða starfsmenn stofnana, séu að bjóða
þjónustu sína á almennum markaði í samkeppni við verkfræðistofur jafnt sem aðra ráðgjafa.
Félagið hefur sent ráðherrum viðkomandi málaflokka og forsvarsmönnum stofnana sem í hlut
eiga bréf þar sem starfsemi af þessu tagi er mótmælt auk þess sem félagið hefur í einu tilfelli
stutt Verslunarráð íslands í því að senda kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna slíkrar starf-
semi. Af hálfu félagsins verður unnið áfram að því að sporna við útþenslu opinberra stofnana
(eða starfsmanna þeirra) inn á svið ráðgjafarverkfræðinga og ójafnri samkeppni af þeirra hálfu.
Ekki hefur orðið af frekara samstarfi við skrifstofu VFÍ varðandi skrifstofuþjónustu eins
og til stóð. Ætlunin var að þar yrði t.d. svarað í síma utan skrifstofutíma FRV og þegar
framkvæmdastjóri væri vant við látinn. Við framkvæmdastjóraskipti hjá félaginu hafa for-
sendur að nokkru leyti breyst hvað þetta varðar. Núverandi framkvæmdastjóri nýtir aðstöðu
félagsins til annarra starfa þegar hann er ekki að vinna fyrir félagið og er því jafnan hægt að
ná í hann í síma á venjulegum skrifstofutíma. Samstarf var þó við VFÍ og SV um að fá sett
upp tölvufax sent flýtir mikið fyrir útsendingum á gögnum eða tilkynningum til fleiri aðila.
4. Ráðstefnur og fundir
Aðalfundur var haldinn 10. mars 1995. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum fjallaði
Þorbergur Karlsson um samkeppni á ráðgjafarmarkaðinum. Að því loknu ávarpaði Össur
Skarphéðinsson, þáverandi umhverfisráðherra, fundinn.
Fulltrúaráðsfundur var haldinn 9. október 1995 þar sem fjallað var annars vegar um niður-
stöður samninganefnda FRV, SV og ST og hins vegar um endurnýjun á kynningarbæklingi
FRV.
Félagsfundur var haldinn 11. maí 1995 þar sem Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslun-
aráðs Islands, fjallaði um samkeppnislögin og reynslu Verslunarráðsins af þeim. Annar fé-
lagsfundur var haldinn 12. janúar 1996 þar sem fjallað var um innri málefni félagsins, stöðu
þess, áherslur í starfi o.fl. Framsögu á fundinum höfðu þeir Runólfur Maack, Svavar Jóna-
tansson og Gunnar Ingi Gunnarsson. Opnar umræður voru á eftir þar sem fram komu ýmsar
ábendingar til stjórnar félagsins.