Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 148
146 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
I Evrópu hefur efnahagslífíð í raun ekki komist almennilega á skrið eftir lægðina í byrjun
áratugarins. Hagvöxturinn hefur verið hægur og mun hægari en í fyrri uppsveiflum. Dræm
einkaneysla á þar einkum hlut að máli. Efnahagslífið í Bandaríkjunum tók mikinn vaxtarkipp
á árinu 1994, þegar landsframleiðslan jókst um 4% frá árinu á undan, en síðan hefur smám
saman dregið úr vaxtarhraðanum, að hluta til af sömu ástæðum og í Evrópu. Svo virðist sem
fjárfestingin hafí knúið hagvöxtinn framan af, en þar sem neysluaukningin var tiltölulega lítil
hlóðust upp birgðir og fyrir bragðið dró á ný úr Ijárfestingu. Japan hefur nokkra sérstöðu því
miklir erfiðleikar fjármálastofnana þar í landi hafa grafið undan trausti almennings á batnandi
hag. Hagvöxtur í Japan var óverulegur bæði árin 1994 og 1995.
I ljósi dvínandi hagvaxtar hafa peningayfirvöld í llestum iðnríkjum beitt sér fyrir lækkun
vaxta og fyrir vikið eru skammtímavextir nú víða lægri en þeir hafa verið um langt skeið,
jafnvel áratugaskeið.
Eins og gefur að skilja hef'ur hægur hagvöxtur leitt til þess að lítill árangur hefur náðst í
viðureigninni við atvinnuleysi, þótt það hafi heldur þokast niður á við þegar til OECD í heild
er litið og reiknað sé með að sú þróun haldi áfram.
2.2 Afli og útflutningur
Afli: Heildarafli landsmanna á árinu 1995 var 1.612 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgða-
tölum. í tonnum talið jókst afli um 3,9% frá 1994 og er það aukning úr 1.551 þúsund tonnum.
Stóran hluta þessarar aukningar má rekja til veiða á um 175 þúsund tonnum úr norsk-íslenska
sfldarstofninum. A föstu verði jókst heildaraflinn um 1,5% og um 2,1% að loðnunni slepptri.
Botnfiskaflinn minnkaði um 6,2% á meðan annar afli jókst um 17,7%.
Aflinn úr Barentshafi og Flæmska hattinum varð veruleg búbót fyrir íslenska þjóðarbúið
árið 1995 eins og árið 1994. Aætlað er að alls hafi landsmenn veitt 35 þúsund tonn af þorski
í Barentshafi og um 7.500 tonn af rækju á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Áætla má að
samanlagt útflutningsverðmæti þess afla sem kom af þessum svæðum hafi verið nálægt 5
milljörðum króna á árinu 1995. Þessi fjárhæð er um 5,5% af verðmæti útflutningsframleiðsl-
unnar. Ef þeim afla sem keyptur var af eriendum veiðiskipum er bætt við nemur verðmæti
framleiðslunnar úr afla utan Islandsmiða rúmlega 6 milljörðum króna eða tæpum 7% af verð-
mæti útflulningsframleiðslunnar á árinu 1995.
Útflutningsframleiðsla: Framleiðsla á áli fór í fyrsta skipti yfir 100 þúsund tonn í fyrra sem
er rúmlega 2% aukning frá árinu þar á undan. Álframleiðslan hefur farið vaxandi undanfarin
ár í kjölfar umtalsverðra fjárfestinga í álverksmiðjunni.
Framleiðsla kísiljárns jókst einnig á síðasta ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam aukn-
ingin um 15% milli ára. Framleiðslan 1995 var með mesta móti og meiri en hún hefur verið
undanfarin fimm ár.
Önnur útflutningsframleiðsla stóð með miklum blóma í fyrra. í heild jókst útflutningur á
iðnaðarvörum, öðrum en stóriðju, um rúm 18% að magni. Verðmæti hans nam alls um 9,5
milljörðum króna samanborið við 7,5 árið þar á undan.
Útflutningur á kísilgúr jókst verulega á árinu, en á undanförnum árum hefur kísilgúrverk-
smiðjan ekki nýtt framleiðslugetu sína að fullu vegna ertiðra markaðsaðstæðna. Aukin eftirspurn
á heimsmarkaði gerir það hins vegar að verkum að verksmiðjan er nú rekin með fullum afköstum.