Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 43
Aðalfundur VFÍ 41
eru aðeins innan við 4,5 milljónir króna. Afborgun næsta árs af langtímaskuldum er tæplega
2 milljónir króna. Lán félagsins eru orðin hverfandi og búið verður að borga þau upp innan
tveggja ára. A verkfræðingafélagið þá hús sitt skuldlaust.
Samstæðureikningur: Samstæðureikningur er ársreikningar fyrir félagssjóð og hússjóð teknir
saman og er hér vísað á Fylgiskjal 4.
Ársreikningur Verktækni: Rekstrartekjur voru rúmlega 1,7 milljón króna, þar af voru fram-
lög útgefenda tæplega 1,4 milljón króna. Mismunurinn, rúmlega 0,3 milljónir króna, voru
auglýsingatekjur. Rekstrargjöld voru rúmlega 1,7 milljón króna. Tekjur umfram gjöld voru
um fímm þúsund krónur.
Umræður um reikningsskil
Oddur Björnsson sagði að ekki kæmi fram í ársreikningum hvort sparnaður hefði náðst við
sameiningu skrifstofuhalds fyrir VFÍ og TFÍ.
Kristinn Gestsson sagði að sameiningin væri hagkvæm fyrir báða aðila, bæði í rekstri
skrifstofu og útgáfustarfi. Skipting kostnaðar milli félaganna var þannig að VFI greiddi 64%
og TFI 36%. Erfitt er að deila hagkvæmni niður á liði í ársreikningum. Ljóst er að laun og
kostnaður vegna skrifstofu lækkar. Samrekstur hefur staðið í tvö ár. Talið er að kostnaður VFI
hafi lækkað um eina milljón króna fyrsta árið vegna sameiningarinnar.
Gísli Víglundsson spurði um fundarsetu og húsaleigu.
Magnús Bjarnason benti á að gjöld í ársreikningum 1993 hefðu verið 9,3 milljónir króna,
lækkað um eina milljón árið 1994 en hækkað síðan aftur um eina milljón króna 1995. Sam-
kvæmt þessu virtist ekki vera um neinn sparnað að ræða á árinu 1995.
Reikningsskil voru nú borin undir atkvæði og voru þau samþykkt mótatkvæðalaust.
Vífill Oddsson, félagslegur endurskoðandi, tók til máls. Hann sagði að almennt félagsstarf
í VFI væri með miklurn blóma (Fylgiskjal 6). Yfir 100 manns vinna í sjálfboðavinnu og á því
mætti sjá að VFI byggi yfir miklum mannauði. Mistekist hefur að fá unga verkfræðinga í
félagið og lækkun félagsgjalda dugar ekki. Nokkrar ráðstefnur og margir fundir voru haldnir
á árinu. Engar tekjur fengust af ráðstefnum og fundum, en mörg önnur félög fá tekjur af slíku.
Samlokufundir voru vel heppnaðir. Útgáfumál hafa tekist vel. Að vísu dróst útgáfa Árbókar
og er það bagalegt, t.d. vegna auglýsinga. Undirbúningur verkfræðingatals stóðst. Samstarf
við TFÍ gengur vel og vel er unnið að sameiningarmálum. Húsnæðismál voru komin í þröng,
þörf var á auknu rými sem innréttað var og hefur það komið að góðum notum. Ársreikningar
eru í góðu lagi og 93% félagsgjalda innheimtust. Afkoma hússjóðs var lélegri en gert hafði
verið ráð fyrir, kjallaraleiga er ekki greidd. Kostnaður varð vegna innréttinga. Til bóta er að
hafa samstöðureikning í ársreikningum. Vífill ítrekaði að lokum að næstu stjórnir yrðu að ná
ungum verkfræðingum inn í félagið.
3. Breytingar á félagslögum
Tillaga að breytingum á lögum Byggingarverkfræðideildar VFÍ hafði borist (Fylgiskjal 7).
Tillagan var annars vegar um breytingu á 8. gr. BVFÍ um að aðalfundur skyldi haldinn á
tímabilinu janúar til maí ár hvert í stað janúar til mars og hins vegar um breytingu á 11 gr.
BVFI um að gjalddagi árstillags yrði 1. janúar ár hvert í stað 1. apríl ár hvert.
Breytingatillagan var samþykkt samhljóða.