Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 159
Tækniannáll 157
lagi Dala- og Austur-Barðastrandarsýslu. Á árinu 1995 fjölgaði mjög þeim deiliskipulagstil-
lögum að sumarbústaðasvæðum sem auglýstar voru.
Afgreiðsla til staðfestingar ráðherra: Að loknum auglýsingatíma ljalla sveitarstjórnir um
athugasemdir sem berast og senda skipulagsstjórn athugasemdirnar og umsagnir sínar um
þær. Skipulagsstjórn tjallar síðan um málið og afgreiðir það til staðfestingar ráðherra.
Staðfesting skipulagsstjórnar: Þegar um minni háttar breytingu á staðfestri skipulagsbreyt-
ingu er að ræða getur sveitarstjórn óskað eftir því að skipulagsstjóm staðfesti breytinguna án
þess að hún hafi verið auglýst og er þá birt tilkynning í Stjórnartíðindum. Áður þarf sveitar-
stjórn að hafa lýst því yfir að hún muni bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir
við breytinguna. Það er alltaf matsatriði hvenær um minni háttar breytingu er að ræða og
hvenær breyting verður meiri háttar.
Umsagnir um kærur: í byggingarlögum eru ákvæði um rétt til að kæra ályktun byggingar-
nefndar eða sveitastjórnar og að skjóta máli sínu til úrskurðar umhverfisráðherra. Síðastliðin
fjögur ár hafa árlega komið milli 20 og 30 kærur til umsagnar skipulagsstjórnar.
Löggilding hönnuða: Umhverfisráðherra veitir hönnuðum rétt til að gera aðaluppdrætti og
séruppdrætti að byggingum og öðrum mannvirkjum að fenginni umsögn hlutaðeigandi stétt-
arfélags og skipulagsstjórnar ríkisins. Þennan rétt geta arkitektar, byggingarfræðingar, tækni-
fræðingar og verkfræðingar fengið „hver á sínu sviði“ eins og segir í lögunum.
Sumarbústaðir: Málsmeðferð sumarbústaða hefur smám saman verið að batna og er nú svo
komið að lítill eða enginn greinarmunur er gerður á afgreiðslu sumarbústaðahverfa og annarra
deiliskipulagsáætlana.
Önnur mál: Önnur mál sem skipulagsstjórn fjallar um eru af margvíslegum toga, s.s. um-
sagnir um stjórnsýslukærur, kostnaðarþátttaka í skipulagsverkefnum og útgáfa og kynningar
á ýmsum verkefnum.
Embætti skipulagsstjóra: Sá málaflokkur sem embætti skipulagsstjóra er ætlað að annast
framkvæmd á er mjög víðtækur og hefur marga snertifleti. Embættið annast framkvæmd eftir-
talinna laga og reglugerða: Skipulagslög, byggingarlög, lög um mat á umhverfismálum, skipu-
lagsreglugerð, byggingarreglugerð og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum.
4. Orkumál
4.1 Orkunotkun og orkuvinnsla
Frumorka í þjóðarbúskap íslendinga á árinu I995 nam 97,9 petajúlum (PJ), en það samsvarar
orkunni 2338 þúsund tonnum af olíu. Fmmorkan skiptist á orkugjafa á þann hátt sem sýnt er í töflu.
Miðað við íbúafjölda landsins hinn l. des-
ember I995, 267.809, var frumorkunotkunin á
mann 366 gígajúl (GJ). Þetta er með því mesta
sem gerist í heiminum. Til samanburðar má
nefna að orkunotkun á mann er I6 GJ að
meðaltali í Afnkulöndum sunnan Sahara.
í árslok 1995 sá jarðvarmi fyrir 85% af
orkuþörf til húshitunar á Islandi, og um 84%
landsmanna hituðu hús sín með jarðhita.
Notkun frumorku á íslandi 1995:
PJ %
Vat n so rk u raf m ag n 16,8 17,2
Jarðhiti 47,8 48,8
Olía 30,9 31,5
Kol 2,4 2,5
Samtals 97,9 100,0