Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 260
258 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
fengnar út frá línulegum líkönum sem fundin eru út frá veðurgögnum sem liggja nokkuð langt
frá því sem átti sér stað í kuldakastinu og er hér því um töluverða bryggjun (e. extrapolation)
að ræða. Raunar er það svo í tilvikum sem þessum að áætla ber rennslið með fleiri en einni
aðferð til þess að fá samanburð og þar með betri hugmynd um áreiðanleika matsins.
Önnur leið til að meta rennslið í kuldakastinu er til dæmis sú að beita aðferðum á sviði
„extreme value analysis". í stuttu máli getur það gengið þannig fyrir sig að út frá því líkani
sem fundið var eru hermdar rennslisraðir fyrir veðurfar í marga áratugi, til dæmis frá 1949 til
1990, en það tímabil hefur verið notað áður í athugunum fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, sjá [1].
Ut frá mesta hámarksrennsli í einn dag, tvo, þrjá eða sex daga á hverju ári er síðan fundin
líkindadreifing fyrir rennslisgildin. Líkindadreifinguna má síðan nota til þess að meta líkurnar
á því að fá tiltekið rennsli. Með öðrum orðum, athugun af þessu tagi svarar því til að mynda
hvort líta megi á kuldakastið sem 100 ára, 200 ára eða einhvern annan atburð.
5. Útdráttur og lokaorð
Grein þessi fjallar um hvernig meta má rennsli í hitaveitukerfum í miklum kulda. Þetta er gert
með því að finna líkan sem spáir fyrir um meðaleftirspurn eftir heitu vatni á degi hverjum.
Notaðar eru upplýsingar um úitihita, vindhraða og fjölda sólskinsstunda. Líkanið eru fundið
út frá gögnum frá tímabilinu 01.12.93 til 30.11.94.
Líkanið er síðan notað til þess að spá fyrir um rennsli í veðurfari áranna 1981 til 1990 og
einnig f kuldakastinu í janúar 1918. Út frá niðurstöðunum er metin hámarkseftirspurn hjá HR.
Fundið er væntanlegt hámarksrennsli yfir mismunandi löng tímabil, þ.e. mesta hámarks-
rennsli í einn dag, tvo, þrjá eða sex daga og einnig 95% efri öryggismörk á því. Út frá gefnu
rennsli eða gefinni eftirspurn er síðan reiknaður út sá stöðugi jafngildisútihiti sem þarf að vera
til þess að skapa þessa eftirspurn eða rennsli. Metnir eru stikar í svokallaðri jafngildisútihita-
jöfnu en hún sýnir hvernig breyta má áhrifum vindhraða og fjölda sólsskinsstunda á eftir-
spurnina í °C.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
1. Gott spálíkan yfir rennslið í dag fæst með því að styðjast við eldra rennsli, útihita og
vindhraða í allt að tvo daga aftur í tímann og fjölda sólskinsstunda samdægurs. Lík-
anið skýrir út tæp 98% af upphaflegu ferviki rennslisins.
2. Útreikningur á slikunt í jafngildishitajöfnunni leiðir í ljós að einn m/s í meðalvind-
hraða á sólarhring samsvarar 0,23 °C lækkun í útihita og ein klukkustund af sólskini á
dag samsvarar að meðaltali 0,36 °C hækkun á útihita.
3. Niðurstöður fyrir tímabilið 1981 til 1990 sýna að mesta metna dagsrennsli á tímabilinu
er 0,30 1/klst/m3 sem samsvarar -8,0 °C í stöðugum jafngildisútihita. Fyrir kuldakastið
árið 1918 eru hliðstæð gildi 0,39 og -16,7 °C.
4. Miðað við -15 °C f jafngildisútihita er metið heildarrennsli hjá HR 0,37 l/klst/m3 sem
samsvarar um 14.200 mVklst eða 660 MW.
Hafa ber í huga þegar niðurstöðurnar fyrir kuldakastið 1918 eru skoðaðar að þær eru
fengnar út frá línulegum lfkönum sem fundin eru út frá veðurgögnum sem liggja nokkuð langt
frá því sem átti sér stað í kuldakastinu og er hér um töluverða bryggjun að ræða. Raunar er