Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 257
Mat á rennsti í hitaveitukerfi 255
4. Niðurstöður
Hér á eftir er fjallað um helstu niðurstöður. Fyrst er rætt um það líkan sem talið var lýsa rennsl-
inu nægjanlega vel. Þá eru sýndir stikarnir í jafngildishitajöfnunni (jafna (14)). Því næst er
fjallað um þær niðurstöður sem fengust með því að vinna úr þeim rennslisröðum sem hermdar
voru út frá fengnu líkani. Niðurstöðurnar sýna væntanlega notkun miðað við veðurfar eins og
var á árunum 1981 til 1990 og einnig í kuldakastinu í janúar 1918. Rennslið er gefið upp í
einingunni 1/klst/m3 þar sem rúmmetrarnir eiga við tengt rúmmál húsa hjá Hitaveitu Reykja-
víkur þann 30.11.94. Þá er reiknað út hvaða jafngildisútihiti þyrfti að vera til þess að fá fram
fyrrgreint rennsli samanber kafla 3.3. Við útreikninga var forritið Matlab notað, sjá 6.
4.1 Val á líkani
Eins og áður hefur komið fram voru líkönin fundin út frá gögnum yfir tímabilið 01.12.93 til
30.11.94. í ljós kom að ekki var talin ástæða til að hafa cosínus- og sínusliði í líkaninu saman-
ber jöfnu (10). Eitthvað betri niðurstöður fengust ef þessir liðir voru hafðir með en ávinning-
urinn var ekki talinn það mikill að það væri talið þess virði þar sem líkanið verður flóknara.
Eftirfarandi líkan var því valið:
m(t) = 0,89m(f-1) -124,9/i(í) + 39,8/z(í-l) + 39,8/t(í-2) g
+ 51,4v(í) - 26,4v(í -1) - 14,5v(í-2) - 16,4i'(0 + 872,1 + e(t)
Líkanið skýrir út 97,8% af ferviki rennslisins sem er hátt hlutfall. Astæðan er að hluta til að
árssveifla sem er í rennslinu gefur um 90 % af heildarferviki rennslisins en auðvelt er fyrir
líkanið að ná þessari sveilflu. Allir stikar líkansins reyndust marktækir miðað við 95 % örygg-
ismörk og sama líkangráða fékkst þótt notuð væru gögn frá öðrum tímabilum í líkanauðkenn-
ingunni. Ekki reyndist ástæða til að gera ráð fyrir víxlhrifum í líkaninu, þ.e. nota t.d. marg-
feldi hita og vindhraða sem sérstakt innmerki í líkanið.
4.2 Stikar fyrir jafngildishita
Út frá fengnu líkani má reikna út gildin á stikunum í jafngildishitajöfnunni (jafna (14)). Þá
fæst B2(l)/B,(l) = -0,23 og B3( 1)/B,(1) = 0,36 eða
he (t) = h(t) - 0,23v(í) + 0,36j(r)
Þetta leiðir í ljós að einn m/s í meðalvindhraða á sólarhring samsvarar 0,23 °C lækkun í úti-
hita og ein klukkustund af sólskini á dag samsvarar að meðaltali 0,36 °C hækkun á útihita.
4.3 Hámarksrennsli og samsvarandi jafngildisútihiti á hverju svæði
Tafla 1 sýnir mat á mestu eftirspurn eftir heitu vatni í veðurfarinu árin 1981 til 1990 og einnig
í kuldakastinu árið 1918. Eftirspurnin er gefin upp í 1/klst/m3 þar sem m3 á við tengt rúmmál
húsa hjá HR þann 30.11.94. Gildin í töflunni voru fengin með því að herma eftirspurnina með
áður fengnu líkani. Hermdar voru 20 rennslisraðir og sýnir taflan meðalrennslið og 95% efri