Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 187
Tækniannáll 185
8.3 Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins
í samningi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Rb, við iðnaðarráðuneytið um samn-
ingsstjórnun tímabilið 1995-1997 er starfseminni skipt í fimm svið: Stjórnvaldsverkefni, hag-
nýtar rannsóknir, þjónustu og ráðgjafaverkefni, útgáfu vottorða og evrópsk tæknisamþykki og
upplýsinga- og útgáfumál. I raun hefur starfsemin hjá Rb ekki breyst, en hún er betur skil-
greind og öll starfsemi deilist niður í einstök verkefni og haldið er verkefnabókhald, eins og
raunar hefur verið gert lengi.
Árið 1995 var velta Rb 158 Mkr. og þar af 108 Mkr. eigin tekjur eða 68,4% af veltu, sem
er það hæsta sem náðst hefur til þessa og umfram það sem ætla má að unnt sé að halda að
jafnaði. Stofnunin var rekin með litlum hagnaði.
Hér verður stuttlega gerð grein fyrir starfseminni á ofangreindum fimm sviðum:
Stjórnvaldsverkefni: Þótt Rb sé ekki stjórnvald eru ýmis verkefni sem flokkast hér sem slík,
svo sem: Ráðgjöf við stjórnvöld, starfsemi sem tengist ákvæðum byggingareglugerðar,
stöðlun fyrir byggingariðnaðinn, störf sem samþykktaraðili og erlend samskipti. Alls voru
unnar 3586 klst. í þessum málaflokki árið 1995.
Hagnýtar rannsóknir:
A sviði húsbyggingatcekni var unnið að 13 verkefnum og var vinnuframlag samtals 5166 klst.
Á sviði steinsteyputœkni var unnið að 24 verkefnum og var vinnuframlag samtals 6994 klst.
Á sviði jarðfrœði ogjarðtœkni var unnið að 10 verkefnum og var vinnuframlag samtals 2769
klst.
A sviði lagnatœkni var unnið að 3 verkefnum og var vinnuframlag samtals 1129 klst.
A sviði vegtœkni var unnið að 20 verkefnum og var vinnuframlag samtals 4775 klst.
Þjónustu- og ráðgjafaverkefni: Undir þetta svið flokkast kostnaðar- og vinnurannsóknir og
prófanir af ýmsu tagi. Unnið hefur verið að söfnun kostnaðarverða og útgáfu vísitalna bygg-
ingarkostnaðar fyrir mismunandi gerðir húsa í samvinnu við Hagstofu Islands. Prófanir á efn-
um og byggingarhlutum, ásamt ástandsmati mannvirkja og ráðgjöf varðandi úrbætur, eru
gerðar skv. beiðni viðskiptávina gegn greiðslu á grundvelli gjaldskrár stofnunarinnar. Alls
voru framkvæmdar 1400 slíkar prófanir á árinu 1995.
Utgáfa vottorða og evrópsk tæknisamþykki: Starfsemin á þessu sviði lýtur annars vegar að
útgáfu vottorða um að tæknilegum lágmarkskröfum til efna og eininga sé fullnægt og hins
vegar að því að vera óháður þriðji aðili sem vottar gæði framleiðslu og að innra framleiðslu-
eftirlit viðkomandi fyrirtækja sé virkt og fullnægjandi. Þar sem kerfið varðandi frítt flæði
byggingavara er ekki enn orðið virkt, lúta vottorð að innlendum kröfum. Varðandi gæðaeftirlit
hafa verið gerðir samningar við viðkomandi fyrirtæki um óháð eftirlit. Yfirlit yfir þá samn-
inga sem í gildi eru er birt árlega í Rb-fréttum. Alls var vinnuframlag á þessu sviði 2044 klst.
á árinu 1995.
Upplýsinga- og útgáfumál: Gefin voru út á árinu 12 Rb tækniblöð, 28 rannsóknaskýrslur,
1 sérrit og 20 staðlaðar verklýsingar varðandi viðgerðir og viðhald. Einnig hefur almenningi
verið veitt ráðgjöf í formi símatíma, þar sem aðgangur er að tveimur sérfræðingum daglega á
milli kl. 15:00 og 16:30. Bókasafn Rb flokkast undir þennan lið, en við það starfar einn bóka-
safnsfræðingur í fullu starfi.