Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 151
Tækniannáll 149
í heiminum með sér samkomulag um að draga úr framleiðslu til að freista þess að þrýsta verð-
inu upp á við. Megináherslan var lögð á að takmarka framboð á áli frá Rússlandi og öðrum
lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi, auk þess sem dregið var úr framleiðslu í iðnríkjunum.
Að síðustu má nefna hlut alþjóðlegra fjárfestingarsjóða sem juku mjög umsvif sín á mörkuð-
um í kjölfar samningsins um framleiðslutakmarkanir og er talið að þessi viðskipti hafi haft
talsvert mikil áhrif á þróun álverðs.
Frá byrjun síðasta árs hefur álverð lækkað jafnt og þétt og var komið niður í rúma l .600
dollara á tonn í árslok samanborið við 2.000 dollara í upphafi þess. Þessi lækkun skýrist án
efa að verulegu leyti af hægari hagvexti í iðnríkjunum en vonir stóðu til í upphafi síðasta árs.
Aukin framleiðsla í fyrra vegna væntinga um aukna eftirspurn hefur því leitt til þess að birgðir
hafa safnast upp á nýjan leik og álverð lækkað. Spákaupmennska kann einnig að hafa skipt
máli í þessu sambandi.
Verð flestra annarra útflutningsafurða hækkaði í samræmi við almenna verðþróun í við-
skiptalöndunum. Að öllu samanlögðu hækkaði verð almenns útflutnings um tæp 6% í íslensk-
um krónum.
Á innflutningshlið vekur athygli hversu mikil verðbreyting kemur fram í innlutnings-
skýrslum frá síðasta ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam verðhækkun almenns vöruinn-
flutnings, án stóriðju og olíu, 4,8% milli áranna 1994 og 1995. Að hluta má skýra þessaþróun
með verðhækkunum sem orðið hafa á hrávörum og rekstrarvörum svo sem hrávörum til
stóriðju sem hækkuðu um tæp 12% í verði. Verð á olíu fór hins vegar lækkandi á síðasta ári
í íslenskum krónum sem skýrist að mestu af gengislækkun dollarans.
Viðskiptakjörin í vöruviðskiptum bötnuðu því þegar á heildina er litið um 2,8% og um
0,7% án stóriðju.
Á þjónustuhlið skipta breytingar á vaxtakjörum mestu máli varðandi viðskiptakjörin þar
sem hluti af erlendum skuldum þjóðarinnar er með breytilegum vöxtum. Samkvæmt bráða-
birgðatölum lækkuðu vextir á síðasta ári að meðaltali um 0,3 prósentustig sem hefur í för með
sér viðskiptakjarabata sem nemur 0,1 % af þjóðarframleiðslu, en í heild bötnuðu viðskiptakjör
vöru og þjónustu um 0,7%, sem svarar til 0,9% af þjóðarframleiðslu.
2.4 Hagur atvinnuveganna
Afkoma sjávarútvegs: Þegar litið er á sjávarútveginn í heild hefur afkoma hans verið nokkuð
góð allar götur frá árinu 1990. Framan af þessu tímabili var afkoma botnfiskgreinanna góð en
léleg afkoma í þeim greinum sem byggja á rækju, loðnu og síld. Undanfarin ár hefur þetta
hins vegar snúist við.
Atvinnuvegirnir í heild: Þjóðhagsstofnun hefur nýlega gefið út ársreikningaskýrslu er
lekur til reksturs áranna 1993-1994. Þar eru dregnir saman ársreikningar 1.440 fyrirtækja fyrir
árið 1994. Hagnaður af reglulegri starfsemi hjá þessum fyrirtækjum var 3,8% af tekjum árið
1994 en á árinu 1993 var afkoman á sléttu.
Samkvæmt skýrslum um virðisaukaskatt hafa umsvif, umfram almennar verðbreytingar,
aukist í nær öllum greinum. í almennum iðnaði, öðrum en fiskiðnaði og stóriðju, má ætla að
aukningin hafi orðið rösk 4%, í smásöluverslun 31/2% en í þjónustugreinum varð aukningin
ívið meiri.
í landbúnaði er reiknað með að framleiðslan á árinu 1995 hafi aukist nokkuð frá árinu