Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 111
Lífeyrissjóður verkfræðinga 109
Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði a árinu um 567 milljónir króna, var í árslok 4.297
milljónir króna og nemur hækkunin 15% á milli ára.
Mynd 1 sýnir hvernig hrein eign til greiðslu lífeyris hefur þróast frá 1982. Sjá má, að frá
árslokum 1982 til ársloka 1995 hefur eignin vaxið úr 579 Mkr. í 4,3 milljarða kr., sem er 7,4-
földun.
Eignin er varðveitt með eftirfarandi hætti:
14,1% (16,0%)
40,9% (42,3%)
0,5% (14,5%)
14,3% ( 0,0%)
13,3% (14,2%)
2,7% ( 2,8%)
1,2% ( L2%)
6,1% ( 2,8%)
1,0% ( Ll%)
3,0% ( 3,2%)
1,1% ( 1,0%)
0,1% ( 0,2%)
1,7% ( 0,7%)
100,0%
í verðtryggðum lánum fjárfestingalánasjóða
í verðtryggðum lánum til sjóðfélaga
í gengis- og verðtryggðum lánum ríkissjóðs
í erlendum verðbréfum
í verðtryggðum lánum bæjar- og sveitarfélaga
í innlendum verðbréfasjóðum
í verðtryggðum lánum banka og sparisjóða
í öðrum verðtryggðum lánum
í Verkfræðingahúsi
í skanimtímakröfum
í hlutabréfum
í öðrum eignum
í lausafé
Allnokkur breyting varð á samsetningu verðbréfaeignar sjóðsins með sölu íslenskra nkis-
skuldabréfa í erlendri mynt og með kaupum erlendra verðbréfa. Keypt voru verðtryggð mark-
aðsbréf hér innanlands og verðtryggð skuldabréf fyrirtækja skráðra á Verðbréfaþingi íslands,
einnig hlutabréf skráðra fyrirtækja.
Heildariðgjöld lil sjóðsins hækkuðu milli ára úr 307 Mkr. í tæpar 372 Mkr. og jafngildir
það u. þ. b. 21% hækkun. Rekja má það til fjölgunar sjóðfélaga að verulegu leyti, svo og
flutnings réttinda, sem nýir sjóðfélagar flytja með sér við inngöngu í sjóðinn.
Mynd 2 sýnir þróun iðgjalda greiddum LVFI á tímabilinu 1983-1995. Sjá má að aukning
síðustu ára kemur eftir nokkurra ára stöðnun.
Lífeyrisgreiðslur hækkuðu um 2,5 % á milli ára. Lífeyrisþeguni fjölgaði um fimm á árinu.
Fjórir fóru á ellilífeyri og einn á örorkulífeyri. Einn makalífeyrisþegi lést á árinu. Frá síðustu
áramótum hefur lífeyrisþegum fjölgað um fjóra, þannig er nú greiddur lífeyrir vegna 74
sjóðfélaga.
Lífeyrisgreiðslur skiptust þannig:
1995 1994 1993 1992 1991
Ellilífeyrir kr. 22.683.560 74% (71) (72) (68) (66)
Örorkulífeyrir kr. 1.795.299 6% (9) (9) (9) (8)
Makalífeyrir kr. 5.570.759 18% (17) (17) (20) (24)
Barnalífeyrir kr. 465.878 2% (3) (2) (3) (2)
Hlutfallsskipting á milli einstakra ilokka lífeyris er smám saman að breytast, þannig að
ellilífeyrir vegur þyngra en áður.