Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 152
150 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
1994 eða um 2-3%. í byggingariðnaði er gert ráð fyrir svipuðum umsvifum á árinu 1995 og
árið áður.
2.5 Fjármál hins opinbera
Hallarekstur: A síðasta ári dró nokkuð úr hallarekstri hins opinbera. Bráðabirgðatölur benda
til þess að hann hafi verið 15,5 milljarðar króna á reikningsgrunni, eða sem svarar til 3,4% af
landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuhalli ársins 1994 rúmlega 20,6 milljarðar króna
sem samsvarar 4,7% af landsframleiðslu. Minnkun hallans má fyrst og fremst rekja til efna-
hagsbatans.
Tekjur og útgjöld: I krónum talið hækkuðu tekjur hins opinbera um 8,6 milljarða króna milli
ára og útgjöldin um 3,5 milljarða króna. Reiknað er með að tekjurnar hafi verið rúmlega 162
milljarðar króna eða 35,6% af landsframleiðslu sem er heldur hærra hlutfall og árið á undan.
Útgjöldin voru hins vegar um 178 milljarðar króna eða 39% af landsframleiðslu og lækkuðu
þau því um rúmlega eitt prósentustig milli ára sem hlutfall af landsframleiðslu. Útgjöld til
fjárfestingar drógust saman um allt að 5,4 milljarða króna en á móti jukust samneysluútgjöld
um ríflega 5 milljarða króna eða 2% að raungildi. Þá jukust tekjulilfærslur og vaxtaútgjöld
nokkuð.
Sveitarfélög: Áætlanir benda til þess að tekjuhalli sveitarfélaga hafi verið um 2,2 milljarðar
króna á árinu 1995 sem er aðeins þriðjungur af tekjuhalla ársins 1994 en hann var 6,8 mill-
jarðar króna. Hallarekstur stóru sveitarfélaganna á suðvesturhorni landsins skýrir að mestu
þessa löku afkomu sveitarfélaganna. Með niðurskurði í fjárfestingum og framlögum til
atvinnumála hefur sveitarfélögum tekist að draga verulega úr hallarekstri. Þá hafa sum þeirra
einnig hækkað útsvarsprósentuna, aukið arðgreiðslur eigin fyrirtækja og tekið upp ný gjöld. í
heildina talið er áætlað að tekjur sveitarfélaga hækki um rúmlega 9% milli áranna 1994 og
1995 en útgjöldin dragist hins vegar saman um rúmlega 4%.
Heildarskuldir: Heildarskuldir hins opinbera, það er ríkis og sveitarfélaga, námu um 252
milljörðum króna í árslok 1995 samkvæmt bráðabirgðatölum sem jafngildir 55,2% af lands-
framleiðslu og er tæplega 3 prósentustiga hækkun frá árinu á undan.
Lánsfjárþörf: Á árinu 1995 varð hrein lánsfjárþörf opinberra aðila um 14 ntilljarðar króna
eða sem svarar til 3% af landsframleiðslu. Þetta er nokkuð lægra hlutfal! en árið á undan.
2.6 Peningamál
Frjálsar hreyfingar fjármagns: Skammtímahreyfingar fjármagns voru gefnar frjálsar í árs-
byrjun á síðasta ári og þar með voru allar hreyfingar fjármagns milli Islands og annarra landa
orðnar frjálsar. Eins og vænta mátti kallaði þessi breyting á gagngerar breytingar í stjórn
peningamála. Þannig markaðist stefnan í peningamálum í fyrra af gengisstefnunni en hún
miðar að því að halda gengi krónunnar sem stöðugustu. Markmið peningastefnu við þessi
skilyrði er að styðja fastgengið með peningalegum aðgerðum er hafa áhrif á skammtímavext-
ina, en skammtímavextir hafa áhrif á fjármagnshreyfingar milli landa og geta því stuðlað að
jafnvægi í gjaldeyrisviðskiptum.
Vaxtaþróun: Vaxtaþróuninni í fyrra má skipta í þrjú tímabil. Framan af árinu fóru vextir á
peningamarkaði hækkandi er Seðlabankinn beitti vaxtahækkunum til að veita viðnám gegn
vaxandi gjaldeyrisútstreymi og rýrnun lausafjárstöðu innlánsstofnana. í kjölfar kjarasamninga