Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 183
Tækniannáll 181
þegar forstöðumaður skólans, dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, hlaut Boutros Ghali-verðlaunin
við Iiátíðlega athöfn í Tókýó. Verðlaunin eru kennd við Boutros Boutros-Ghali, aðalritara
Sameinuðu þjóðanna, en þau eru veitt af alþjóðlegum sjóði til eflingar starfsemi Sameinuðu
þjóðanna. Verðlaunin eru veitt árlega fimm einstaklingum, einum úr hverjum heimshluta:
Afríku, Asíu, Rómönsku-Ameríku, Arabalöndum-Indlandi og N-Ameríku-Evrópu.
8. Ýmsar stofnanir
8.1 Háskóli íslands
í áranna rás hafa orðið breytingar á kennsluháttum og aðstöðu fyrir nemendur í verkfræði-
deild Háskóla íslands. Hér verður verkfræðideildin kynnt og lesandinn settur í spor nemanda
sem hyggst leggja stund á verkfræði við háskólann.
Kennsla til fyrrihlutaprófs í verkfræði hófst haustið 1940 og hefur verkfræði því verið
kennd í 55 ár við Háskóla íslands. Kennsla til lokaprófs með núverandi sniði hófst samkvæmt
reglugerð haustið 1970. Margar vistarverur eru notaðar við kennslu í verkfræði. Kennslan fer
aðallega fram í byggingunum sem nefnast VR I, VR II og VR III. Skrifstofa verkfræði- og
raunvísindadeilda er á annarri hæð í VR II.
Skipulag: Kennslueiningar eru nefndar skorir. Þær nefnast:
Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, (u&b)
Véla- og iðnaðarverkfræðiskor, (v&i)
Rafmagns- og tölvuverkfræðiskor, (r&t)
Innritun og útskrift: Verkfræðideild er opin öllum stúdentum til innritunar á fyrsta ár. Áður
fyrr var aðgangur takmarkaður við þá stúdenta sem fengu nægjanlega háa einkunn samkvæmt
svokallaðri Leifs-formúlu. Nú er öllum heimilt að reyna. Þeir nýnemar sem finna að verk-
fræðinám hentar þeim ekki geta skipt yfír í aðra námsgrein eftir eins eða tveggja missera
kynningu án þess að bíða tjón á sálu sinni. Aðsókn að verkfræðideild á fyrsta ár hefur á
undanförnu verið um 100 stúdentar á ári. Útskrifaðir frá verkfræðideild hafa verið nálægt 40
á ári. Að auki útskrifast þeir sem hverfa frá verkfræðideildinni og halda áfram námi við
erlenda tækniháskóla.
Nám: Kennslu til verkfræðiprófs er dreift á fjögur misseri. Fyrsta misseri er eins hjá öllum
skorum. Nemendur geta að því loknu skipt um námslínu án nokkurra afbrigða í námsröð. Á
öðru misseri er ein grein frábrugðin milli u&b- og v&i-skora en tvær þegar litið er til r&t-
skorar. Að loknu fyrsta ári er enn tiltölulega auðvelt að skipta milli lína, ef rnenn vilja, en þá
þarf að ná því upp sem á vantar. Á þriðja, fjórða og fimmta misseri er nám bundið. Síðan
koma valgreinar á sjötta, sjöunda og áttunda misseri auk skyldugreina. Verkþjálfunar er aflað
á sumrin, aðallega hjá fyrirtækjum innanlands eða jafnvel erlendis. Lokaverkefni er tekið á
áttunda misseri og að því loknu fer fram útskrift við hátíðlega athöfn.
Stokkakerfi og stundatöfiur: Stundatöflur eru byggðar á því sent nefnt er stokkakerfi. Með
þessu kerfi er stundatafla fyrir hádegi búin til í eitt skipti fyrir öll. í kennsluskrá eru þær greinar
settar saman í stokk setn ekki eiga við sama nemanda. Eftir hádegi eru verklegar æfingar og
dæmatímar. Stundum þarf nokkurn undirbúning með fyrirlestrum áður en æfingar hefjast.
Nýju skorirnar: Nöfnum skora var breytt fyrir tveimur árum. Skorin sem áður hét bygging-
arverkfræðiskor heitir núna umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, vélaverkfræðiskor heitir