Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 116
114 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1995/96
Bjarni mun leggja til að af þessum tryggingafræðilega hagnaði verði 75 milljónum króna
varið til hækkunar á lífeyrisréttindum sjóðfélaganna, en 4,5 milljónir lagðar í varasjóð og
komi þar til viðbótar þeim 35,3 milljónum sem eru í varasjóði frá í fyrra. Samkvæmt reglu-
gerð sjóðsins er það á valdi aðalfundar að samþykkja þessa tillögu eða ákveða að leggja allan
afganginn í varasjóð.
Rétt er að vekja athygli á því, að úthlutun sem þessi hækkar lífeyrisrétt sjóðfélaganna
talsvert í mörgum tilfellum.
80% regla
Lífeyrir hjá sjóðfélögum LVFI ræðst af afkomu sjóðsins eins og hún er þann tíma sem þeir
eru í sjóðnum. Þó eru þeim sjóðfélögum sem greiða iðgjöld til 65 ára aldurs tryggð 80% af
fullverðtryggðum lífeyri. 80% reglan þýðir að greiðslur til þeirra, sem taka lífeyri samkvæmt
henni, er 20% lægri en hann hefði verið, hefði raunávöxtun verið 3,5% allan greiðslutímann,
og aðrar tryggingafræðilegar forsendur gengið eftir.
Tryggingafræðingur LVFI, Bjarni Guðmundsson, hefur nú lagt til við stjórnina, og hún
tekið ákvörðun um, að lágmark þetta verði hækkað úr 80% í 90% og taki sú breyting gildi l.
júlí nk.
Iðgjöld og réttindi hjá LVFÍ
Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um réttindi og iðgjöld greidd LVFI.
Mynd 7 sýnir aldursdreifingu sjóðfélaga LVFI, þ. e. þeirra sem merktir eru greiðandi hjá
sjóðnum. Einhverjir þeirra kunna reyndar að hafa fengið undanþágu frá greiðslum til sjóðsins
vegna náms, barnsburðar eða atvinnumissis.
A myndinni má sjá, að stærstu árgangarnir voru í árslok I995 á aldrinum 27 til 46 ára, en
einnig voru stórir árgangar á aldrinum 26 lil 50 ára. A línuritinu eru ekki lífeyrisþegar og
heldur ekki þeir sem eiga réttindi í sjóðnum, en hafa af einhverjum ástæðum hafið greiðslur
í aðra sjóði.
Mynd 8 sýnir dreifingu heildarlífeyrisréttar hjá sjóðfélögum greiðandi til LVFI eins og
hann var í árslok 1995. Hér eru teknir með þeir sem merktir voru greiðandi og greiddu iðgjöld
í sex mánuði eða fleiri á síðasta ári, en það voru I. I53 sjóðfélagar.
Sjá má, að tæpur helmingur sjóðfélaga hefur lífeyrisrétt sem er meiri en 100 þús. kr. á
mánuði, en algengt er að sjóðfélagar hafi lífeyrisrétt á bilinu frá 60 þús. kr. á mánuði til 120
þús. kr. á mánuði.
Mynd 9 sýnir dreifingu iðgjalda greiddum LVFÍ á árinu 1995. Teknir eru með allir senr
greiddu iðgjöld til sjóðsins.
Myndin sýnir mikla dreifingu iðgjaldagreiðslna til sjóðsins. Til dæmis greiddu 114 sjóð-
félagar yfir 400 þús. kr. í iðgjöld til sjóðsins og 381 greiddi 300 þús. kr. eða meira í iðgjökl.
Hins vegar greiða allmargir sjóðfélagar u. þ. b. 200.000 kr. í iðgjöld til sjóðsins, en það svarar
nokkurn veginn til lágmarksiðgjalda.
Samanburður á LVFÍ og Lífeyrissjóði verslunarmanna
Á aðalfundi 1995 lögðu þrír sjóðfélagar fram tillögu um samanburð á LVFÍ og Lífeyrissjóði
verslunarmanna. Fundurinn samþykkti að vísa tillögunni til nefndar þriggja manna, formanns