Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 258
256 Árbók VFÍ/TFÍ 1995/96
mörk á því miðað við þessar 20 raðir. í hermuninni var tekið tillit til þeirrar óvissu sem er í
stikum líkananna og tölfræðilegum eiginleikum skekkjuraðanna, þ.e. þær voru hafðar með í
hermuninni, sjá einnig kafla 3.2 varðandi nánari lýsingu. Taflan sýnir mesta meðalrennsli yfir
einn dag, tvo, þrjá og sex daga á hvoru tímabili um sig og hversu oft á ári má búast við því í
umræddu veðurfari. Ástæða þess að skoða ekki eingöngu mesta dagsrennsli er sú að vera má
að eftirspurn umfram aflgetu hitaveitu í einn dag þurfi ekki að hafa alvarlegar afleiðingar en
getur haft það ef sú eftirspurn varir í nokkra daga. Af töflu I sést að metin eftirspurn er miklu
meiri í kuldakastinu 1918 heldur en á tímabilinu 1981 til 1990.
Tafla 1
Mesta metna rennsli í mismunandi langan tíma og 95% öryggismörk á því fyrir tíma-
bilið 1981 til 1990 og kuldakastið árið 1918. Fjöldi daga á ári sýnir hversu oft á ári að
meðaltali má vænta tiltekins rennslis. Rennslið er gefið upp í einingunni 1/klst/m3 þar
sem m3 á við tengt rúmmál hjá Hitaveitu Reykjavíkur þann 30.11.94.
Mesta Mesta 2ja Mesta 3ja Mesta 6 daga
dagsrennsli daga rennsli daga rennsli rennsli
(l/klst/mj(l/klst/m’)(l/klst/mj (l/klst/mj
Fjöldi daga á ári Meðal- tal 95% efri mörk Meðal- tal 95% efri mörk Meðal- tal 95% efri mörk Meðal- tal 95% efri mörk
Veðurfar 1981 til 1990
1 0,30 0,31 0,30 0,31 0,29 0,31 0,28 0,29
2 0,30 0,31 0,29 0,29 0,28 0,29 0,28 0,28
5 0,28 0,29 0,28 0,28 0,28 0,28 0,27 0,27
10 0,28 0,28 0,28 0,28 0,27 0,27 0,26 0,27
15 0,27 0,28 0,27 0,27 0,27 0,27 0,26 0,26
20 0,27 0,28 0,27 0,27 0,26 0,27 0,25 0,26
Kuldakastiö 1918
1 0,39 0,40 0,38 0,39 0,36 0,37 0,35 0,36
2 0,37 0,38 0,36 0,37 0,35 0,37 0,35 0,36