Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1997, Blaðsíða 305
Umferðaröryggi í þéttbýli 303
Almennt má segja að ein gata biii yfir meira umferðaröryggi heldur en tvær götur saman-
lagt með sama umferðarmagni. I raun er hins vegar sjaldan um sambærilegar götur að ræða.
Hugsum okkur bæ með einni stórri aðalgötu. Lagning samsíða götu, sem flytur gegnumum-
ferðina framhjá þéttbýlinu, eykur umferðaröryggi þó að samanlagt umferðarmagn sé áfram
það sama. Þetta er ekki þversögn heldur er stóra aðalgatan venjulega með mjög háa slysatíðni,
m.a. vegna umferðar óvarinna vegfarenda sem lækkar verulega þegar umferðarmagn á henni
minnkar. Einnig er oft hægt að innleiða ýmsar hraðalækkandi aðgerðir án þess að skapa um-
ferðaröngþveiti, því að hluti umferðarinnar leitar annað. Nýja gatan er oftast af frekar háum
„standard“ og hefur lága slysatíðni. Að öllu samanlögðu hefur því umferðaröryggi aukist.
Rétt er að hvetja mjög eindregið til þess að bæir og borgir setji upp umferðaröryggis-
áætlanir. Fyrir því eru ýmsar ástæður: Nauðsynlegt er að hafa yfirlit yfir þennan málaflokk
sem venjulega heyrir undir ýmsa aðila. Samstarf er forsenda þess að árangur náist. Þörf er á
að fylgjast grannt með þróun umferðaröryggis og hvernig til tekst með aðgerðir. Vinna þarf
skipulega að þessum málaflokki til þess að arðsemi verði sem mest. I Umferðaröryggisáætlun
fyrir ísland er j^ess farið á leit við sveitarfélög með fleiri íbúa en 1000 að þess konar áætlanir
séu gerðar [2]. Auk þessa alls hafa slíkar áætlanir ótvírætt upplýsingagildi fyrir almenning.
Oft getur verið erfitt að taka tillit til allra samfélagslegra þátta við uppbyggingu sam-
gangna, en Ijóst má vera að líf manna og að forðast slys hlýtur að vera forgangsatriði.
Wellington, Nýja-Sjálandi, 28.11. 1996
Dr.-Ing. Haraldur Sigþórsson
Helstu heimildir:
1. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík, Umferðardeild og VST: Arðsemi gatnaframkvæmda, aðal-
skýrsla, forsendurog umferðaróhöpp, l'ebrúar 1994
2. Dómsmálaráðuneytið: Umferðaröryggisáætlun til ársins 2001,2. prentun, mars 1995.
3 Haraldur Sigþórsson: Zur Problematik der quantitativen Bewertung der Sicherheit von Strassen-
verkehrsanlagen, doktorsritgerð við háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi, varin í desember 1993.
4. Institut fiir Verkehrswesen: Kolloquium im Verkehrswesen, umræður um þróun umferðarmála í
Austur-Evrópu, 1992.
5. Lunds tekniska högskola: Attityder - inte kunskaper - pávirkar bilákandet i Lund, Lasse Sjöblom
um grein Mariu Nilsson, LTH-Nytt nr. 1 á interneti 1996.
6. Tore Knudsen: Fyrirlestur um reynslu Norðmanna af TPIO og aðgerðum til þess að auka samflutn-
inga í þéltbýli, haldinn í Reykjavfk 7. maí 1996.
7. T0I: Personskader og risiko ved bussreiser, Rapport 1083/1991, Osló 1991.